fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Óskar hefur orðið vitni að skelfilegum níðingsverkum – „Virðingin fyrir mannslífinu er nánast ekki nein“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 18. júlí 2023 19:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hallgrímsson blaðamaður og ljósmyndari hefur verið búsettur í Úkraínu um árabil. Hann og kona hans ákvaðu strax í upphafi innrásar Rússa í fyrra að þau skyldu halda kyrru fyrir og hafa þau dvalið mestan part stríðsins í Kænugarði. Óskar hefur ferðast um landið vítt og breitt, til átaka og hamfarasvæða, til að miðla þaðan upplýsingum í íslenska fjölmiðla og hefur hann orðið þar vitni að hlutum sem fæst okkar munu nokkurn tímann upplifa.

„Hörmungarnar sem ég hef verið vitni að eru svakalegar. Ég fór til Irpin og Bucha tveimur dögum eftir að var opnað, ég sá fjöldagrafir, lík á götunum, lík í bílum, börn og annað. Bíla fulla af fólki, sundurtætt lík óbreyttra borgara. Aftökur út um allt, maður á hjóli tekinn af lífi. Bara almennir borgarar. Ég kom að fjöldagröf með 40 manns, seinna var grafin upp fjöldagröf við hliðina á og í henni voru 70 manns, “ segir Óskar sem segir um 500 lík almennra borgara hafa fundist á svæðinu.

Óskar er nýjasti gestur þáttarins Spjallið með Frosta Logasyni.  Aðspurður um hvað sérfræðingar haldi að Rússum gangi til með svona voðaverkum segir Óskar að það sé ekkert svar til. „Það virðist bara vera algjört hatur.“

Hefur hann komið til fleira borga sem eru í algjörri rúst eftir innrás Rússa. „Það virðist vera að virðingin fyrir mannslífinu er nánast ekki nein. Það er eitt að drepa fólk, annað er að pynta fólk, kynferðislegt ofbeldi er algengt allt niður í ungbörn. Af hverju gera menn ógeðslega hluti, ég er ekki með svar við því.“

„Það erfiðasta sem ég hef upplifað í stríðinu, ég vissi í hvað ég var að fara. Ég vissi að það yrði dáið fólk á fötunum, ég vissi að ég var að fara að sjá fjöldagröf, ég vissi að ég var að fara að sjá pyntingar, ég vissi að ég var að fara að sjá alla þessa hluti. Það sem kom mér mest á óvart, eins og í Bucha til dæmis, var ekki eitthvað þorp, þetta var nýtt úthverfi í Kiev, bara eins og Grafarholtið. Ég er að mynda þarna glænýtt fjölbýlishús, þá kemur kona og býður mér inn að sjá hvað Rússar gerðu. Þar sá ég hvar Rússar höfðu búið og tekið yfir íbúð hjá ungu fólki greinilega með lítil börn. Þarna voru ný barnaföt, nýtt barnarúm. Það var búið að stinga hnífum í gegnum myndir og sjónvörp. Það var búið að skíta á gólfið og þeir sváfu við hliðina á mannaskít. Og ég hugsaði: ég hefði getað átt heima hér, þetta hefði getað verið heimili mitt, og þú sérð illskuna og hvað þeim er bersýnilega sama. Þú ferð inn á þessi heimili og þú veist ekki hvað kom fyrir fólkið, kannski flúði það, kannski var það myrt. Þetta er það erfiðasta fyrir mig.“

Þáttinn má horfa á í heild sinni á brotkast.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit Úkraínumanna og Rússa að nýjum hermönnum

Örvæntingarfull leit Úkraínumanna og Rússa að nýjum hermönnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“