fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Grunur um að nóróveira hafi valdið matareitrun á Fabrikkunni – Eigendur lokuðu eftir ábendingar

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 12. júlí 2023 16:24

María Rún Hafliðadóttir, forstjóri Gleðipinna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í dag greindi DV frá því að eigendur Íslensku hamborgarafabrikkunnar hefðu lokað veitingastaðnum í Kringlunni eftir að ábendingar bárust um að fjöldi gesta hefðu orðið veikir eftir að hafa borðað þar nýlega.

Sjá einnig: Loka Fabrikkunni í Kringlunni í dag til að ganga úr skugga um hvort að gestir hafi orðið fyrir matareitrun

„Við tökum frásögnum mjög alvarlega og viljum með þessu tryggja að það sé ekkert upp á okkur að klaga,“ segir María Rún Hafliðadóttir, forstjóri Gleðipinna í samtali við DV, en félagið á og rekur Íslensku Hamborgarafabrikkuna.

Í fréttinni var greint frá að allt að 18 gestir hefðu veikst, þegar hafa um þrett­án til­kynn­ing­ar borist heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur vegna mögu­legr­ar matareitr­un­ar á veitingastaðnum. Óskar Ísfeld Sig­urðsson, deild­ar­stjóri mat­væla­eft­ir­lits hjá eft­ir­lit­inu, segir í samtali við Mbl.is að vinnu­til­gáta eft­ir­lits­ins sé sú að ef til vill sé um til­felli nóróveiru að ræða, en eftirlitið hefur þegar farið á staðinn í Kringlunni. 

Í samtali við DV sagði María Rún að útibúinu hefði verið lokað í dag og að verið væri að þrífa staðinn hátt og lágt og sótthreinsa. Unnið hafi verið í nánu samstarfi við Heilbrigðiseftirlitið, vörur hafi verið sendar í greiningu og unnið sé með birgjum í að skoða hvort og þá hvað hafi farið úrskeiðis.

Segir Óskar við Mbl.is að staður­inn muni ekki opna aft­ur án samþykk­is heil­brigðis­eft­ir­lits Reykja­vík­ur og rann­sókn á mál­inu standi yfir.„Okk­ar vinnu­til­gáta er sú, í sam­ráði við þá sem koma að rann­sókn­inni, að þetta gæti verið nóróveira,“ seg­ir Óskar, en hana er ekki hægt að greina í matvælum hérlendis, aðeins í fólki.

„Á meðan erum við bara búin að henda öllu út hér. Svo er nátt­úru­lega rosa erfitt ef þetta er eitt­hvað annað, ef þetta er eitt­hvað sem berst manna á milli, maður veit ekki, það er bara rosa­lega erfitt að segja,“ seg­ir María í samtali við Mbl.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Fréttir
Í gær

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði
Fréttir
Í gær

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“
Fréttir
Í gær

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar
Fréttir
Í gær

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Í gær

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram