fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Gáttuð á plastinnpakkaðri sendingu – Indverska prinsessan tjáir sig „Bölvuð plága!“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 20. júní 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edda Karlsdóttir, íbúi í fjölbýlishúsi í Grafarvogi, segist ekki geta orða bundist yfir sendingu sem barst í húsið fyrr í júní. Sams konar sending kom í húsið viku áður.

„Hér er búið að troða inn alls konar gámum fyrir hitt og þetta því við eigum að vera svo umhverfisvæn. Svona sendingu fyrir lífrænan úrgang fengum við fyrir stuttu og í dag er önnur sending komin í hús! “ segir Edda.

„Grænar grindur úr plasti (sennilega innfluttar), hellingur af pappírspokum (pappírinn innfluttur) og svo er öllu pakkað inn í plast! (Plastið innflutt) Ef þetta er ekki glórulaust þá veit ég ekki hvað. Eru allar skrúfur lausar í kollinum hjá þeim aðilum sem stjórna þessu bulli? Umhverfisvænt…NEI!“

Sendingin heima hjá Eddu

Sendingin sem um ræðir er eins og glöggir sjá, sem fylgjast með fréttum og/eða flokka, hluti af nýju flokkunarkerfi Sorpu sem verið að innleiða nú í vor á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Grænu grindurnar og bréfpokarnir eru ætlaðir hverju heimili undir matarleifar. Pokanum á síðan að loka kyrfilega og halda á út í tunnu, sem verður ýmist sértunna fyrir matarleifar eða tvískipt tunna fyrir matarleifar og blandaðan úrgang, eftir því hvað heimilið/húsið er stórt og hentar sem best.

Mynd: Sorpa

Sex íbúðir eru í húsinu sem Edda býr í og því koma sex bunkar, einn fyrir hverja íbúð, þar sem innihaldið er vandlega fest saman og innpakkað með leiðbeiningum fyrir hvern og einn. Semsagt fullt af auka pappír og plasti, til að bæta í flokkunina og nýju ruslatunnurnar. 

Sorphirðumál eru landanum hugleikin

Rusl, flokkun og hvað verður um ruslið sem mörg okkar eyða dýrmætum stundum lífs okkar í að þrífa, flokka og skila er eitthvað sem við höfum flest skoðun á. Hinir bara dömpa öllu ruslinu í einu og sömu tunnuna án þess að blikna.

Sorðhirðumál eru landanum hugleikin og hafa 220 deilt færslu Eddu þegar þetta er skrifað og nokkrir skrifað athugasemdir við. Sumir spyrja hvar eigi að koma þessu fyrir (það er í innréttingu eldhússins), einn er jákvæður og segir óþarfa að gera stórmál úr sendingunni: „Plast er nauðsynlegt til að tryggja að vörur komist óskemmdar til móttakanda. Mundu bara að setja þetta í rétta tunnu,“ og þriðji svarar með kómískum hætti: „Enda ætlum við að vera umhverfisvæn ekki þeir.“

Leoncie

Tónlistarkonan og indverska prinsessan Leoncie er sammála Eddu að þetta sé óttalegt bull og tjáir sig að vanda á hispurslausan hátt:

„Bölvaða plága. Svo marga. Geggjaðar ruslatunnur sent af bæjarstjórnum sem hafa engann Aga eða heilabú og svo reyna að stjórna okkur. Tíkis Hræsnarar sem gelta hátt um loftlagsmál og svo á gamlárskvöld leyfa dauðadrukknum dópistunum að skjóta upp í loftið mengaða Rakettur sem fyllir upp andrúmsloftið með ÓÞARFA EITUR sem er stórhættulegt fyrir heilsu fólks. Svo lika þarf að BANNA NAGLADEKKJUM sem eyðileggja göturnar. Margir eru að nota heilsársdekk. Nauðsynleg t að sekta götu eyðileggja rar sem tæta upp málbíkið.“

 

Fyrrum dómsmálaráðherra ekki sátt við flokkunina

Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt nýju körfurnar undir matarleifar er Sigríður Andersen, lögfræðingur og fyrrum dómsmálaráðherra. Í apríl þegar fregnir bárust af nýju flokkunarkerfi og áður en byrjað var að keyra framangreindar pakkningar í hús setti Sigríður færslu á Twitter: 

„Hér má sjá götótta körfu og pappapoka sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vilja að fólk hafi inni hjá sér fyrir matarleifar. Eitt af mörgum ílátum. Og tökum eftir uppgufuninni sem Sorpa gerir haganlega ráð fyrir. Engri lykt sóað í þessu íláti,“ skrifaði Sigríður. Og þegar henni var bent á að vera ekki að þessu kvarti og taka frekar þátt í að gera heiminn betri sagði Sigríður: 

„Verður heimurinn hreinni með þessu „kerfi“? Sorpa spyr sig sjálf hvað þessar breytingar þýða fyrir umhverfið en virðist ekki gera svarað spurningunni.“

 

Sigríður Andersen

Allt flæðir af rusli alls staðar

Svona var staðan við fjölbýlishús í miðborginni 9. janúar síðastliðinn, sjón sem margir bæjarbúar kannast við. Ástand sem er engum boðlegt hvorki íbúum, vegfarendum né sorphirðumönnum. Og þeir sem flokka samviskusamlega gefast hreinlega upp þegar ástandið er svona. (Hér vantar að vísu grænu tunnuna).

Og rétt er að geta þess að eftir færslu Sigríðar birti Heimildin greinargóða úttekt á því að hluti af ruslinu sem við höfum samviskusamlega þvegið, flokkað og skilað er flutt erlendis og brennt. Fernuflokkunin varð að Fernuhneykslismálinu.

Sjá einnig: Drykkjarfernur sem samviskusamir Íslendingar flokka eru sendar úr landi og brenndar

Sjá einnig: Stóra fernuhneykslið þar sem sumir græða á meðan aðrir blæða – Möguleg bellibrögð á Alþingi og þeir ábyrgu neita að ræða við blaðamann

Sorpa sá sig tilneydda til að biðjast afsökunar á þessu klúðri: SORPA staðfestir að drykkjarfernur séu brenndar og biðst afsökunar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Fréttir
Í gær

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði
Fréttir
Í gær

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram