fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Svali sakaður um rasisma eftir að drengjahópur rændi 15 ára son hans – „Ég er ekki fordómafullur“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 12. júní 2023 11:00

Sigvaldi Kaldalóns

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali eins og hann er best þekktur, greindi frá því í færslu á Facebook í gærkvöldi að ráðist hefði verið á 15 ára gamlan son hans í Skeifunni og hann rændur. Segir Svali að um hóp erlendra drengja hafi verið að ræða, eldri en sonur hans. Færslan fékk mikil viðbrögð og segist Svali ekki hafa órað fyrir því að hún fengi jafn hörð viðbrögð og raun ber vitni.

„Hann sefur bara núna,“ segir Svali í samtali við DV aðspurður um hvernig sonurinn hafi það. En segir hann auðvitað hafa verið skelkaðan eftir atvikið í gær. „Við hringdum í lögregluna sem brást skjótt við og kom hingað heim og tók skýrslu af honum og róaðist hann við að tala við þá.“

Sonur Svala var ásamt vinum sínum í Skeifunni í gær og segir Svali þá hafa verið að hanga þar eins og unglingar eigi til að gera, fara í Hagkaup og slíkt. Þegar þeir hafi gengið framhjá Bónus hafi komið að þeim hópur af unglingsdrengjum á rafskútum og hafi hópurinn stíað syni hans frá vinum hans og á stað þar sem engar myndavélar ná til. 

„Þeir sigtuðu hann líklega út vegna úlpunnar sem hann var í, honum var skipað að fara úr henni sem hann gerði enda ekkert annað í stöðunni og þeir tóku hana. Hann var heppinn að missa ekki símann sinn, var með hann í buxnavasanum,“ segir Svali. 

„Vinir hans voru látnir í friði, en þeir frusu allir og voru skíthræddir. Strákarnir í hópnum voru allir eitthvað eldri og þetta gerðist allt mjög hratt,“ segir Svali. Í færslunni sagði hann hópinn hafa verið 8-10 drengi, en líklega hafi þeir verið fleiri. Eftir atvikið fékk hann skilaboð frá konu, sem sagðist hafa séð hóp drengja í Skeifunni fyrr um kvöldið sem taldi um 20 drengi. Ekki er þó staðfest að um sama drengjahóp sé að ræða.

Sakaður um rasisma í athugasemdum

Eins og áður sagði vakti færsla Svala mikil viðbrögð, en í henni segir hann eftirfarandi: 

Ok litla Ísland eða hvað!!!! Sonur minn 15 ára rændur fyrir utan Bónus í Skeifunni kl 21:30. 8 til 10 hetjur af erlendu bergi brotnar(já ekki íslendingar, ég sagði það)rændu svartri Rallph Loren úlpunni sem hann var í. Hef mjög lengi verið klappstýra útlendinga mála á Íslandi en set risastórt spurningamerki við þessa hömlulausu innhleypingu útlendinga. Sorry, atburður kvöldsins setur mig ekki á góðan stað varðandi útlendingasamfélögin sem eru að myndast. Svört Ralph Loren úlpa óskast í M stærð. Finn ykkur í fokking fjöru.

Í athugasemdum við færsluna er Svali meðal annars sakaður um rasisma og honum bent á að sjálfur hafi hann verið búsettur erlendis, en eins og margir vita flutti Svali ásamt eiginkonu og börnum og bjó tímabundið á Tenerife.

„Ég var reiður þegar ég skrifaði færsluna, eðlilega. En ég ákvað samt að taka færsluna ekki út, heldur hafa hana áfram til að minna mig á þetta atvik,“ segir Svali.

„Ég áttaði mig ekki alveg á að umræðan færi á þennan veg. Þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki grimmur maður, ég er ekki þekktur fyrir að vera með dólgslæti. Ég er ekki fordómafullur alls ekki, en mér finnst leiðinlegt að það þurfi að segja að þetta séu útlendingar til að vekja athygli á þessari umræðu sem er komin af stað,“ segir Svali og vísar þar til umræðunnar í þjóðfélaginu um mikla fjölgun hælisleitenda og innflytjenda hér á landi. „Ég veit samt ekki hvernig við eigum að leysa þetta, en það verður að vera hægt að taka umræðuna og tjá sig um þessi mál án þess að vera úthrópaður rasisti.“

Segir Svali að eftir að hann birti færsluna hafi hann fengið fjölda einkaskilaboða frá einstaklingum sem greina frá sambærilegum tilvikum og sonur hans varð fyrir. Það sé því ljóst að atvikið í gærkvöldi sé ekki einstakt tilvik. 

„Ef ég hefði skrifað unglingar þá hefði umræðan líklega ekki farið á sama veg. En það var alveg ljóst að hópurinn sem um ræðir samanstóð af útlendingum, það var engin íslenska töluð og sonur minn og vinir hans skildu þá ekki fyrst þegar þeir töluðu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp
FréttirPressan
Í gær

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla kölluð út vegna varðelds í garði – Reyndist vera tveir einstaklingar með kattareyru að grilla

Lögregla kölluð út vegna varðelds í garði – Reyndist vera tveir einstaklingar með kattareyru að grilla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndráp í Kiðjabergi: Gæsluvarðhald tveggja manna framlengt til 10. maí

Manndráp í Kiðjabergi: Gæsluvarðhald tveggja manna framlengt til 10. maí
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skýr skilaboð frá „Hakkavélinni“ – Þetta dugir ekki

Skýr skilaboð frá „Hakkavélinni“ – Þetta dugir ekki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Munaði hálfum sentimetra að hundur klóraði í auga dóttur Kristínar – „Ég vil ekki að þetta komi fyrir önnur börn“

Munaði hálfum sentimetra að hundur klóraði í auga dóttur Kristínar – „Ég vil ekki að þetta komi fyrir önnur börn“