fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Fjölnir stígur fram í hitamálinu á Tálknafirði – „Það er verið að eyðileggja daginn fyrir fermingarbörnunum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 30. maí 2023 15:37

Frá Tálknafirði. Mynd: Markaðsstofa Vestfjarða

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þarna er verið að gera úlfalda úr mýflugu, mér þykir leitt að ekki sé farið með rétt mál í þessu og það er verið að eyðileggja daginn fyrir fermingarbörnunum,“ segir Fjölnir Freysson, en hann tengist deilum sem sprottið hafa upp á Tálknafirði í tengslum við fermingarathöfn í Tálknafjarðarkirkju síðastliðinn laugardag.

Sjá einnig: Segir foreldra sína útilokaða frá fermingarathöfn á Tálknafirði – „Erfitt að horfa á móður mína vera leiða og gráta“

Ragnar Þór Marinósson heldur því fram að tveir menn hafi hótað því að skrá sig úr þjóðkirkjunni ef faðir hans Marinó myndi þjóna sem meðhjálpari við fermingarathöfn í Tálknafjarðarkirkju síðastliðinn laugardag. Ragnar álasar sóknarprestinum Kristjáni Arasyni yfir því hvernig hann hafi tekið á málunum en hann hafi ekki greint Marinó frá þessum kröfum fyrr en eftir æfingu fyrir fermingarathöfnina sem haldin var daginn áður, hafi þó prestinum verið kunnugt um þetta lengi.

„Það reynir oft á að búa í litlu sveitafélagi. Ég er kominn með upp í kok á að horfa á ýmiskonar andlegt ofbeldi og segja ekkert. Ég vil frekar lenda í leiðindum við að benda á ofbeldi og óréttlæti heldur en að sitja hjá eins og aumingi,“ sagði Ragnar í harðorðum pistli um málið. Kristján sóknarprestur tók fram í viðtali við DV að engum hafi verið meinaður aðgangur að messunni en hann hafi greint meðhjálparanum frá þessum óskum mannanna tveggja og lagt það í hans hendur hvernig brugðist skyldi við.

„Ég hélt að þetta væri ekki stórt mál“

„Ég er víst forsprakki í þessu máli,“ segir Fjölnir Freysson í viðtali við DV. „Ég hélt að þetta væri ekki stórt mál en það er búið að gera úlfalda úr mýflugu. Það er ekkert hatur á milli manna hér en það er margt sem menn deila um.“ Fjölnir harðneitar því að hann hafi krafist þess að foreldrar Ragnars Þórs yrðu ekki viðstödd athöfnina:

„Það var aldrei farið fram á að Marinó eða konan hans mættu ekki í kirkjuna. En fyrir mína parta fannst mér þægilegra ef annar meðhjálpari gæti leyst hann af hólmi. Ég sagði að fyrir mína parta væri það plús ef hann gæti hugsað sér að stíga til hliðar þennan dag. Það eru fordæmi fyrir því að menn hafa ekki óskað eftir þjónustu hans við jarðarfarir og giftingar en presturinn benti mér á að það væru einkaathafnir en fermingin væri opinber athöfn. En hann sagðist ætla að bera þessa ósk undir Marinó.“

Fjölnir segir að þetta hafi ekki verið krafa heldur ósk og það hefði ekki eyðilagt fyrir honum daginn þó að Marinó hefði verið meðhjálpari. En honum hafi þótt betra, í ljósi gamall deilna, að hann yrði það ekki. Hins vegar hafi þetta mál verið blásið svo upp í meðförum Ragnars Þórs, sonar Marinós, að núna sé búið að eyðileggja minningu fermingarbarnanna um þennan stóra dag sinn.

„Við skulum hafa í huga að þarna voru aðeins fjögur fermingarbörn og við vorum tveir feður sem óskuðum eftir þessu. Eitt barnanna var auk þess aðkomubarn.“

Fjölnir ítrekar að hann hafi ekki verið með neinar hótanir heldur einfaldlega sett fram þá auðmjúku ósk að Marinó myndi stíga til hliðar úr hlutverki sínu sem meðhjálpari þennan dag. Honum þyki mjög leitt hvernig málið hafi verið afbakað í samfélagsmiðlum og frétt DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“