fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Hryllingurinn við Moe´s Bar Grill – Nýjar upplýsingar koma fram í gæsluvarðhaldsúrskurði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 23. mars 2023 17:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Andri Jónsson, maðurinn sem ákærður hefur verið fyrir tilraun til manndráps með því að sparka manni niður 23 tröppur fyrir utan veitingastaðinn Moe´s Bar Grill við Jafnasel í Breiðholti, neitar sök í málinu. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði sem Landsréttur staðfesti í gær og birtur var á vefsíðu dómstólanna í dag.

Sjá einnig: Óskar ákærður fyrir árásina hjá Moe´s Bar Grill – Brotaþolinn með varanlegan heilaskaða

Í úrskurðinum kemur einnig fram að ólíkt því sem stefndi í þá hefur ekki verið hægt að yfirheyra brotaþolann um atvikið. Í gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms sem Landsréttur staðfestir, segir um ástand hans: „Ekki hefur verið unnt að fá framburð hjá brotaþola. Samkvæmt læknisvottorði hlaut hann alvarlegan heilaáverka, höfuðkúpubrot og dreifðar blæðingar í og við heila beggja vegna. Hann er ófær um að tjá sig og hefur takmarkaðan málskilning. Hann mun að öllum líkindum þurfa að búa við alvarlega máltruflun og hugræna skerðingu. Hann þarf mikið eftirlit í daglegu lífi og hefur ekki innsæi í sína eigin getu. Að mati læknis mun hann til frambúðar þurfa á stuðningi að halda í daglegu lífi vegna hugrænnar skerðingar og máltruflunar.“

Óskar ber við minnisleysi um atvik þetta kvöld og raunar dagana á undan. Segist hann stríða við minnisskerðingu, að virðist af heilsufarsástæðum en upplýsingar um það hafa verið strokaðar út úr úrskurðinum sem er birtur.

Málið var þingfest 6. febrúar og þar neitaði Óskar sök. Aðalmeðferð verður þann 26. apríl við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Málið gegn Óskari byggir meðal annars á upptökum úr eftirlitsmyndavélum sem virðast sýna hann ráðast á manninn með fyrrgreindum hætti. Einnig er byggt á framburði vitna.

Gæsluvarðhaldið gildir til 14. apríl en telja verður líklegt að það verði framlengt þar sem aðalmeðferð í málinu er ekki fyrr en 12 dögum síðar.

Sjá úrskurði Landsréttar og héraðsdóms

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“