fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Segir að olíubílstjórar á leið í verkfall þurfi að horfa í spegil – „Þá hljóta menn að horfa til ábyrgðar sinnar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 14:20

Mynd: Pjetur. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hermann Guðmundsson, forstjóri Kemi, segir stórhættulegt ástand í uppsiglingu vegna fyrirhugaðs verkfalls olíubílstjóra sem eru í Eflingu. Hann hefur í störfum sínum undanfarið orðið var við hömstrun á eldsneyti og segir mikla hættu stafa af því.

Hermann birti stutta færslu á Facebook þar sem hann hvetur Alþingi til að setja lög á fyrirhugað verkfall:

„Nú þegar allt stefnir í víðtækari verkföll og m.a. á að hætta að dreifa eldsneyti á bensínstöðvar eru reipið að herðast um hálsinn á hagkerfinu.

Þar sem eldsneyti er bráðnauðsynlegt öllu hagkerfinu og ekki síst lögreglu, sjúkraliði og öðrum viðbragðsaðilum er afar brýnt að Alþingi undirbúi lagasetningu sem tryggi að eldsneyti verði áfram í dreifingu.

Fyrirtæki og einstaklingar eru að byrja að hamstra eldsneyti og það mun aukast hratt á næstu sólarhringum.“

230 þúsund vinnandi hendur í uppnám

„Ég held að það sé óumdeilt að það setur allt hagkerfið á hliðina ef eldsneyti hverfur af sölustöðum. Þá hljóta menn að horfa til ábyrgðar sinnar, þeir bílstjórar sem leggja niður störf þurfa þá bara að horfa í spegilinn, séu afleiðingarnar af þeirra kjaradeilu þær að setja 230 þúsund vinnandi hendur í uppnám og valda miklu tjóni,“ segir Hermann í samtali við DV.

Aðspurður hvort krafa um lög á verkfallið sé farin að hljóma hátt meðal atvinnurekenda segir Hermann svo ekki vera en eldsneytishömstrun sé hafin og þar séu hættulegar blikur á lofti: „Nei, efnislega hef ég ekki heyrt það. Ég heyri bara frá mörgum kollegum mínum að menn eru mjög áhyggjufullir. Það eru margir að  leita til okkar um að fá stórar umbúðir keyptar, bæði þúsund lítra tanka og 200 lítra tunnur, og ætla að reyna að safna sér eldsneyti til þess að geta þraukað þennan tíma.“

Eldsneytissöfnun sé hættuspil: „Fólk er byrjað að undirbúa það að það verði verkfall sem getur staðið í einhvern tíma. Það er alvarlegt. Það er mikið hættuspil að safna birgðum af eldsneyti á stöðum sem eru ekki fyrir það gerðir. Þetta er mjög eldfimur vökvi, “ segir Hermann og segir ástandið vera grafalvarlegt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“
Fréttir
Í gær

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Gleðileg jól kæru lesendur

Gleðileg jól kæru lesendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun