fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fréttir

Slysavarnafélagið Landsbjörg sendir hóp til Tyrklands

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 7. febrúar 2023 10:52

Hér er verið að bjarga manni úr rústum húss 26 klukkustundum eftir að fyrsti skjálftinn reið yfir. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tyrknesk yfirvöld hafa þegið boð Íslands um aðstoð vegna jarðskjálftanna sem riðu yfir í gærmorgun.

Slysavarnafélagið Landsbjörg ásamt utanríkisráðuneytnu hófu þegar í gærmorgun undirbúning þess að senda hóp til aðstoðar, og nú liggur fyrir að níu manna hópur mun fljúga til Tyrklands með TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar eftir hádegi í dag. Kemur þetta fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Hópurinn samanstendur af sérfræðingum í aðgerðastjórnun og samhæfingu aðgerða, sem mikil þörf er á á svæðinu, en þegar þetta er skrifað hafa um 80 alþjóðlegar sveitir boðað komu sína á hamfarasvæðið.

Sólveig Þorvaldsdóttir leiðir íslenska hópinn en hún hefur afar mikla reynslu af stýringu og samhæfingu aðgerða í alþjóðlegum aðgerðum. Sólveig tók þátt í æfingu fyrir hamfarir af svipuðum toga í Tyrkland síðasta haust. Einnig eru í hópnum verkfræðingar, læknir og búðastjóri.

Íslenski hópurinn fer á svæðið undirbúinn fyrir að vera við störf í sjö daga.

Von er á tilkynningu fljótlega frá Landhelgisgæslunni um nánari upplýsingar um brottfarartíma TF-SIF.

Eygló býr á skjálftasvæðinu í Gaziantep – „Átta ég mig á að eitthvað mikið er í gangi og frekar mikið panik“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigmundur Davíð blandar sér í stóra fermingarfræðslumálið – „Stappar nærri sturlun“

Sigmundur Davíð blandar sér í stóra fermingarfræðslumálið – „Stappar nærri sturlun“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ömmu bjargað frá aftökusveitinni – „Ef þið viljið skjóta mig, skjótið mig. Klárið það bara“

Ömmu bjargað frá aftökusveitinni – „Ef þið viljið skjóta mig, skjótið mig. Klárið það bara“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Eigandi RE/MAX ákærður fyrir markaðsmisnotkun

Eigandi RE/MAX ákærður fyrir markaðsmisnotkun
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Karlmaður fór í hart eftir að hafa verið synjað um frí í kvennaverkfallinu

Karlmaður fór í hart eftir að hafa verið synjað um frí í kvennaverkfallinu
Fréttir
Í gær

Víkingur Heiðar hlýtur verðlaun Norðurlandaráðs 2025

Víkingur Heiðar hlýtur verðlaun Norðurlandaráðs 2025
Fréttir
Í gær

Játning morðingja John Lennon – Ástæðan var einföld og sjálfselsk

Játning morðingja John Lennon – Ástæðan var einföld og sjálfselsk