fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Fréttir

Skora á yfirvöld að handtaka og ákæra Pólverjann

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 20. febrúar 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur fólks sem sakar Pólverjann Przemysław Adamka um fjársvik og annað misferli hefur birt áskorun sem beint er til héraðssaksóknara og ríkislögreglustjóra, þar sem skorað er á þessa aðila að rannsaka meint brot Adamka og „ákæra Przemysław Adamka fyrir kerfisbundin og ósvífin fjársvik sem og hótanir um líkamsmeiðingar og eignaspjöll sem hafa jöfnum höndum valdið einstaklingum og fyrirtækjum hérlendis ómældum skaða og þjáningum nú þegar,“ eins og segir í áskoruninni sem birt er á ensku, íslensku og pólsku.

DV fjallaði ítarlega um mál Adamka í laugardag og í síðustu viku, sjá hér.

Í áskoruninni er einnig minnt á að Adamka sé eftirlýstur í Póllandi en DV hefur greint frá því og hefur gögn um það undir höndum.

Hópurinn hefur einnig sent bréf til ríkislögreglustjóra þar sem hvatt er til rannsóknar á Adamka. Í svari frá embættinu er farið þess á leit að hver sá sem telur Adamka hafa brotið gegn sér leiti til næstu lögreglustöðvar. Rétt er þó að taka fram að Adamka hefur þegar nokkrum sinnum verið kærður til lögreglu. Von er á fleiri kærum.

PR Hús heldur áfram að gefa út reikninga

Eins og kom fram í frétt DV á laugardag hafa skattyfirvöld lokað virðisaukaskattnúmeri PR Húsa, hreingerningafyrirtækis í eigu Adamka. Það þýðir að félagið getur löglega ekki gefið út reikninga. Þó hefur DV heimildir fyrir því að verið sé að gefa út reikninga í nafni fyrirtækisins en þeir eru þá í raun ólöglegir. Hefur DV meðal annars fengið að líta reikning sem er með gjalddaga á 15. febrúar og er fyrir smíðavinnu. Reikningurinn er upp á tæpar 7 milljónir króna með virðisaukaskatti. Samkvæmt heimildum DV segir viðtakandi reikningsins hann vera tilhæfulausan og hann skuldi PR Hús enga peninga. PR Hús hafa gefið út fleiri háa reikninga með gjalddaga á tímabilinu 8. til 15. febrúar. Nema þær upphæðir samtals yfir 20 milljónum króna. Virðisaukaskattnúmer fyrirtækisins var afskráð þann 22. desember 2022.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Willum segir fylliefni stríð á hendur – Vill takmarka meðferðir til útlitsbreytinga án læknisfræðilegs tilgangs

Willum segir fylliefni stríð á hendur – Vill takmarka meðferðir til útlitsbreytinga án læknisfræðilegs tilgangs
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gagnrýnir Bjarna og Guðmund harðlega: „Þeir voru bókstaflega hlæjandi á meðan hún talaði“

Gagnrýnir Bjarna og Guðmund harðlega: „Þeir voru bókstaflega hlæjandi á meðan hún talaði“
Fréttir
Í gær

Egill spyr hvort Íslendingar þurfi ekki að læra lexíu af Eurovision

Egill spyr hvort Íslendingar þurfi ekki að læra lexíu af Eurovision
Fréttir
Í gær

Komnir heim til Bretlands eftir hörmulegt slys á Íslandi

Komnir heim til Bretlands eftir hörmulegt slys á Íslandi