fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Stoltenberg segir að skriðdrekar og skotfæri séu mikilvægari en orustuþotur núna

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. febrúar 2023 07:00

Breskur Challenger 2 skriðdreki en Úkraínumenn fá nokkra slíka. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumenn hafa mikla þörf fyrir að fá meira af skotfærum og varahlutum í þau vopn og búnað sem þeir hafa til umráða. Þetta sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, í gær.

Stoltenberg hélt stuttan fréttamannafund í Brussel í gær áður en fundarhöld hófust hjá varnarmálaráðherrum NATO-ríkjanna en þar voru málefni Úkraínu efst á baugi.

Stoltenberg sagði að engin merki sjáist um að Vladímír Pútín vilji frið og því verði bandamenn Úkraínu að auka stuðninginn við Úkraínu enn frekar, meðal annars með skotfærum og varahlutum.

„Pútín er að undirbúa nýjar sóknir og árásir. Þess vegna er svo mikilvægt að við aukum stuðninginn við Úkraínu, ekki síst í formi skotfæra og aukinnar framleiðslu í varnarmálaiðnaðinum,“ sagði hann.

Hvað varðar óskir Úkraínumanna um að fá orustuþotur sagði hann að það væri ekki mikilvægasta málið núna en sé enn til umræðu. Stuðningur NATO við Úkraínu hafi breyst og þróast frá því að stríðið hófst og hann muni halda áfram að þróast í takt við stríðið.

„Stuðningurinn við Úkraínu hefur þróast. Þegar stríðið hófst sendum við Javelin-flugskeyti og síðan sífellt betri stórskotaliðsvopn. Síðan voru það loftvarnarkerfi. Nú eykst þörfin fyrir þung vopn eins og skriðdreka og brynvarin liðsflutningatæki. NATO-ríkin munu halda stuðningnum áfram, því við verðum að tryggja að Úkraína nái landsvæðum sínum aftur og sigri í stríðinu til að þjóðin geti haldið áfram að vera fullvalda þjóð,“ sagði Stoltenberg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð