fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fréttir

Stoltenberg segir að skriðdrekar og skotfæri séu mikilvægari en orustuþotur núna

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. febrúar 2023 07:00

Breskur Challenger 2 skriðdreki en Úkraínumenn fá nokkra slíka. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumenn hafa mikla þörf fyrir að fá meira af skotfærum og varahlutum í þau vopn og búnað sem þeir hafa til umráða. Þetta sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, í gær.

Stoltenberg hélt stuttan fréttamannafund í Brussel í gær áður en fundarhöld hófust hjá varnarmálaráðherrum NATO-ríkjanna en þar voru málefni Úkraínu efst á baugi.

Stoltenberg sagði að engin merki sjáist um að Vladímír Pútín vilji frið og því verði bandamenn Úkraínu að auka stuðninginn við Úkraínu enn frekar, meðal annars með skotfærum og varahlutum.

„Pútín er að undirbúa nýjar sóknir og árásir. Þess vegna er svo mikilvægt að við aukum stuðninginn við Úkraínu, ekki síst í formi skotfæra og aukinnar framleiðslu í varnarmálaiðnaðinum,“ sagði hann.

Hvað varðar óskir Úkraínumanna um að fá orustuþotur sagði hann að það væri ekki mikilvægasta málið núna en sé enn til umræðu. Stuðningur NATO við Úkraínu hafi breyst og þróast frá því að stríðið hófst og hann muni halda áfram að þróast í takt við stríðið.

„Stuðningurinn við Úkraínu hefur þróast. Þegar stríðið hófst sendum við Javelin-flugskeyti og síðan sífellt betri stórskotaliðsvopn. Síðan voru það loftvarnarkerfi. Nú eykst þörfin fyrir þung vopn eins og skriðdreka og brynvarin liðsflutningatæki. NATO-ríkin munu halda stuðningnum áfram, því við verðum að tryggja að Úkraína nái landsvæðum sínum aftur og sigri í stríðinu til að þjóðin geti haldið áfram að vera fullvalda þjóð,“ sagði Stoltenberg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stefán Máni hugsi yfir hlutverki Þjóðleikhússins – „Greinilega orðin að peningasjúkum TikTok trúði sem er í samstarfi við sykurdíler“

Stefán Máni hugsi yfir hlutverki Þjóðleikhússins – „Greinilega orðin að peningasjúkum TikTok trúði sem er í samstarfi við sykurdíler“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Innviðaráðherra fellur frá þrepaskiptum réttindum til dráttarvélaaksturs

Innviðaráðherra fellur frá þrepaskiptum réttindum til dráttarvélaaksturs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður í Cleveland fann íslenskan miða í „nýjum“ buxum frá Amazon – Hyggst nú fá sér pizzu á Íslandi

Maður í Cleveland fann íslenskan miða í „nýjum“ buxum frá Amazon – Hyggst nú fá sér pizzu á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjólreiðamaður fær nýtt tækifæri hjá Sjúkratryggingum – Brá mjög þegar bíll birtist skyndilega

Hjólreiðamaður fær nýtt tækifæri hjá Sjúkratryggingum – Brá mjög þegar bíll birtist skyndilega