fbpx
Mánudagur 09.september 2024
Fréttir

Loforð um skriðdreka styrkja Úkraínu – Einnig áður en skriðdrekarnir koma á vígvöllinn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. febrúar 2023 08:00

Þýskir Leopard 2 skriðdrekar. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loforð Vesturlanda um að láta úkraínska hernum skriðdreka í té auka baráttuvilja hermanna og bæta móralinn meðal þeirra. Þetta hefur einnig í för með sér að hershöfðingjar eru viljugri til að taka áhættu en áður.

Skriðdrekarnir verða ekki tilbúnir til notkunar í Úkraínu fyrr en eftir nokkra mánuði en þeir hafa nú þegar áhrif á vígvellinum að mati hernaðarsérfræðinga. Að hluta vegna þess að þeir hafa áhrif á móralinn meðal hermannanna og baráttuvilja þeirra. Þetta á við um bæði rússneska og úkraínska hermenn því þeir vita að öflug vopn eru á leið á vígvöllinn.

En þetta skiptir einnig máli hvað varðar notkun þeirra skriðdreka sem Úkraínumenn eiga nú þegar. Nú hafa hershöfðingjar þeirra frjálsari hendur við að nota þá því þeir vita að þeir fá fleiri skriðdreka á næstu mánuðum og geta því þolað að missa einhverja af þeim sem þeir eiga núna.

Vestrænir bandamenn Úkraínumanna hafa lofað þeim á fimmta hundrað skriðdrekum og eru þeir fyrstu nú á leið til Úkraínu frá Kanada en það eru fjórir Leopard 2.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt ofbeldismál – Hlekkjuðu barnunga syni við rúm

Óhugnanlegt ofbeldismál – Hlekkjuðu barnunga syni við rúm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strætó biður eigendur sína aftur um meiri pening

Strætó biður eigendur sína aftur um meiri pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaðir um að hafa sett á svið bílslys í Hafnarfirði – Stöðvaði bíl í 40 sekúndur og ók svo hægt út á gatnamótin

Sakaðir um að hafa sett á svið bílslys í Hafnarfirði – Stöðvaði bíl í 40 sekúndur og ók svo hægt út á gatnamótin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þetta er bara stórkostlegt gáleysi af fólkinu sem stýrir verkinu“

„Þetta er bara stórkostlegt gáleysi af fólkinu sem stýrir verkinu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Manndrápstilraun í Vesturbænum – Sagði parið hafa verið að atast í sér og særði manninn lífshættulega

Manndrápstilraun í Vesturbænum – Sagði parið hafa verið að atast í sér og særði manninn lífshættulega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fiskikóngurinn allt annað en sáttur við Reykjavíkurborg – „Valdníðsla og hroki“

Fiskikóngurinn allt annað en sáttur við Reykjavíkurborg – „Valdníðsla og hroki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hélstu að sumarið væri búið? 

Hélstu að sumarið væri búið? 
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Birgir Örn: „Miklu alvarlegra en mörg ungmenni gera sér grein fyrir“

Birgir Örn: „Miklu alvarlegra en mörg ungmenni gera sér grein fyrir“