fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Dýravinir miður sín út af útigangsfé í Þverárhlíð – „Bóndinn hér má pína kindurnar sínar áratugum saman“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 31. desember 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dýravinir og baráttufólk fyrir velferð dýra hefur undanfarna daga vakið athygli á aðstæðum útigangsfé í Borgarfirði, nánar tiltekið í Þverárhlíð. Þar séu kindur aðframkomnar af langvarandi hungri og vosbúð, og lifi líklega ekki lengi án fóðurs.

Boðað var til aðgerða í gær þar sem dýravinir héldu til Borgarnes til að gefa kindunum hey og stefnt er á frekari aðgerðir á nýju ári en samkvæmt baráttufólki er búið að tilkynna aðstæðurnar til bæði MAST og héraðsdýralækni, en viðbrögð hafi engin verið.

Steinunn Árnadóttir, organisti og dýravinur, hefur látið málið til sín taka, en hún hefur áður vakið athygli fyrir baráttu sinni fyrir bættum aðbúnaði húsdýra, þá sérstaklega í Borgarfirði. Var það seinast í sumar sem Steinunn birti myndir af illa förnu og vannærðu fé í Þverárhlíð, og gagnrýndi sveitarstjórn harðlega fyrir aðgerðarleysi.

Er það á þennan hátt sem við viljum sjá sauðfjárrækt á landinu

Undanfarinn mánuð hefur Steinunn ítrekað vakið athygli á útigangsfé í Borgarfirði í færslum á Facebook þar sem hún greinir samhliða frá tilraunum sínum til að ná eyrum þeirra sem ættu að láta málið sig varða.

„Ég held ég megi fullyrða að hvergi á landinu er útigangsfé fyrir allra augum og með samþykki sveitarinnar eins og í dalnum fallega,“ skrifaði hún í nóvember. Hún vekur á að kindurnar í Borgarfirði eigi sér enga málsvara, en slæmur aðbúnaður hafi verið liðinn á svæðinu áratugum saman.

Það var svo í desember sem aðstæður í Þverárhlíð gengu alveg fram af henni.

„Á sama tíma og bændur eru að hrósa happi að hafa fundið eða heimt kindur til að koma þeim í skjól eru vesalingar úr Hryllingssögu minni á vergangi. Þetta kallast útigangsfél og í flestöllum sveitarfélögum er verið að bjarga slíkum kindum. En Borgarbyggð hefur sérstakt umburðarlyndi með þessum bændum. Þetta hefur alltaf verið svona og mesta vesen að aðhafast eitthvað í því. Ég hitti fjárbónda á leið minni. Hann sagði að þessar kindur væru alls staðar annars staðar betur komnar en heima hjá sér. Það segir eitthvað um ástandið á þessum „búskap“ sem NB þiggur umtalsverðar upphæðir frá ríkinu/okkur í beingreiðslur, gæðastýringu og það sem best er „beingreiðslur í ull“. Er það á þennan hátt sem við viljum sjá sauðfjárrækt á landinu?“

Engin verðlaun á þessu ári

Steinunn greinir frá því að hún hafi tilkynnt kindurnar til bæði Borgarbyggðar og MAST, eftir að hafa fylgst með þeim í mánuð og sá að enginn var að gera neitt til að koma þeim í viðunandi aðstæður.

„Viðtakendur að tölvupóstum/tilkynningum mínum máttu alls ekki vera að því að sleikja puttana sína eftir jólahlaðborðið og svara „móttekið“ á fínu tölvunum sínum hvað þá að mjaka sér úr stólunum til að vinna þá vinnu sem þessir einstaklingar eru þó ráðnir til“

Steinunn greinir frá því að hafa svo loks náð sambandi við héraðsdýralækni. Sú kvaðst hafa heyrt í aðila í sveitarstjórn sem fullyrti að búið væri að bregðast við málinu. Bæði væri búið að smala og gefa kindunum. Steinunn tók lækninn ekki á orðinu heldur hélt í enn eina ferðina í Þverárhlíð til að skoða aðstæður.

„Engin breyting var á högum þessara vesalinga. Enn á sama stað og eins og sjá má á myndbandi þarf Surtla litla að hafa fyrir lífinu svo hún svelti ekki í hel. Það er ekki gott þegar sveitarstjórn lýgur up í opið geðið á fólki. Lygar sem bitna á málleysingjum. Hafið skömm fyrir. Þið fáið ekki verðlaun á þessu ári fyrir bættan hag málleysingja.“

Áramótakveðja Borgarbyggðar til sauðkindarinnar

Steinunn tók svo eftir því á fimmtudaginn að en kindin er flækt í gaddavír.

„Þetta grey er sem sé með þyrnikórónu og á að svelta til bana. Ég hef ekki tölu á hvað ég er búin að tilkynna þessi grey oft til þar bærra yfirvalda. Þetta er áramótakveðja Borgarbyggðar til sauðkindarinnar“

Það var svo í gær sem dýravinir héldu á svæðið með hey, en ljóst er þó að meira þarf til svo kindurnar megi lifa sæmilegu lífi. Þegar Steinunn kom á svæðið í gær hafði að vísu verið hent smá hey til kindanna, en gaddavírinn var en á sínum stað.

„Táknrækt: Þessar skepnur eiga að líða! Ómakið við að koma heyi í þessar kindur hefur sennilega orðið til þess að aðrar kindur fá ekki neitt þennan daginn.
Einn þátttakandinn í þessum gjörðum í dag af hálfu dýravina varð að orði: „Kúabóndinn á næsta bæ fær ekki að selja mjólkina sína ef vatnskarið hjá kúnum er ekki nógu stórt. Bóndinn hér má pína kindurnar sínar áratugum saman. Alltaf getur hann haldið áfram og selt kjötið af þessum horuðu vesalingum. Ekkert sem stoppar þá framleiðslu. Og fær auk þess greitt fyrir hjá ríkinu milljónir á ári.“

Ekki margar atvinnugreinar sem standa sig svona vel (HÆÐNI)“

Þeim sem vilja kynna sér málið nánar er bent á Facebook-hópinn Björgum dýrum í neyð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum
Talaði Trump af sér?