fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Magnús Tumi: Hraunið gæti nálgast Grindavíkurveg eftir nokkra daga – Reykjanesbraut ekki í hættu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. desember 2023 08:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Tumi Guðmundsson, jarðfræðingur og prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, flaug yfir gosstöðvarnar við Sundhnúk um fimm leytið í morgun.

Hann ræddi við fréttastofu RÚV um sex leytið og sagði að töluvert hefði dregið úr gosinu frá því sem mest var í kringum miðnætti.

„Það kemur nú ekki á óvart. En það er ennþá töluvert gos og hraunið mjög virkt,“ sagði Magnús sem sagði að á að giska væru komnir um 3-4 ferkílómetrar af hrauni.

„Til samanburðar er það kannski meira en tvöfalt meira en kom í öllu síðasta gosi í Litla-Hrúti og það á sjö klukkutímum. Þetta er töluvert gos og var mjög öflugt til að byrja með en svo er að draga ákveðið úr því.“

Sjá einnig: Ármann á von á því að gosið fjari út fyrir áramót – Ástæðan er þessi

Magnús segir að það segi okkur samt ekkert um hversu lengi gosið mun vara eða hversu stórt hraunið verður.

„Þetta getur klárast á viku, þetta getur verið töluvert lengra en það stefnir í að þetta verði mun hægara og minna hraunrennsli en var í upphafi. Enda er það eiginlega alltaf þannig með þannig gos sem byrja með krafti, það dregur úr þeim.“

Aðspurður hvort hraun geti runnið til dæmis að Reykjanesbrautinni segist Magnús ekki hafa miklar áhyggjur af því.

„Þetta er nú ekkert að stefna á Reykjanesbrautina en þetta gæti með tíð og tíma náð út á Grindavíkurveg. En þetta þarf að halda áfram í einhvern mjög langan tíma áður en Reykjanesbrautin fer að verða í hættu út af þessu. En það gæti verið hugsanlegt að þetta nálgist Grindavíkurveginn eftir einhverja daga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“