fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Sigurbjörn Adam hlaut dóm fyrir líkamsárásir á tvo samfanga sína á Litla-Hrauni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. desember 2023 16:25

Frá Litla-Hrauni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurbjörn Adam Baldvinsson, 37 ára gamall síbrotamaður, hefur verið dæmdur í 3 mánaða fangelsi af Héraðsdómi Suðurlands fyrir tvær líkamsárásir á samfanga sína á Litla-Hrauni.

Fyrri árásin átti sér stað 18. október 2021 en þá réðst Sigurbjörn Adam á ónefndan samfanga sinn utandyra við verslun fangelsins og sló hann ítrekuðum hnefahöggum í andlitið. Seinni árásin átti sér stað ári síðar, 4. nóvember 2022, en þá réðst Sigurbjörn Adam á annan fanga við fótboltavöll í fangelsinu og sló hann sömuleiðis ítrekuðum höggum í andlit og sneri svo upp á vinstri fótlegg hans.

Datt úr lið á vinstra hné

Ákærði játaði sök varðandi fyrri ákærðuna en ekki þá síðari og því er henni lýst ítarlega í dómnum. Þar kemur fram að brotaþolinn hafi spurt Sigurbjörn Adam út í atvik sem átt hafði sér stað daginn áður. Þá hafi hann reiðst snögglega og sagt brotaþolann  skulda sér hálfa milljón  fyrir að hafa sagt fangavörðum frá einhverju. Kannaðist brotaþoli ekkert við það en í kjölfarið réðst Sigurbjörn Adam að honum með hnefahöggum í andlitið. Brotaþolinn hafi reynt að verja sig með sparki og þá greip Sigurbjörn Adam í fót hans og sneri upp á hann með þeim afleiðingum að þolandinn datt úr lið á vinstra hné og féll í jörðina.

Gert að greiða miskabætur

Vildi Sigurbjörn Adam meina í yfirheyrslum vegna málsins að brotþolinn hefði áður látið þrjá menn ráðast á hann og því hefði soðið upp úr. Allt væri þó fallið í ljúfa löð í dag.

Niðurstaða héraðsdóms var að Sigurbjörn Adam sæti fangelsi í þrjá mánuði og þá var honum gert að greiða fanganum sem fór úr hnélið 350 þúsund krónur í miskabætur. Að auki þarf hann að greiða málskotnað beggja samfanga sinna upp á tæpar 3,4 milljónir króna.

Tuttuga ára brotaferill

Brotaferill Sigurbjörns hófst árið 2003. Hann hann hefur í gegnum tíðina safnað á sig dómum fyrir þjófnaði, fíkniefnalagabrot, umferðarlagabrot og hótanir en árið 2015 var hann meðal annars dæmdur fyrir hótanir í garð lögreglumanna og fjölskyldna þeirra. Sigurbjörn var á sínum tíma tengdur við hið svonefnda Árnesgengi en meðal annars var fjallað um það í frétt á Vísi árið 2007. Segir þar að gengið samanstandi af tíu mönnum á aldrinum 15 til 26 ára og Sigurbjörn er nefndur þar til sögunnar en hann var 22 ára á þessum tíma. Er fréttin var rituð hafði verið þingfest sakamál gegn hópnum í Héraðsdómi Reykjavíkur með alls 70 ákæruliðum. Innbrot, fjársvik, fíkniefnabrot, eignarspjöll og bílþjófnaðir voru á meðal brotanna.

Sjá einnig: Sigurbjörn hótaði starfsmanni Árnesþings leigumorðingja – „Elskar þú ekki barn þitt?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum