fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Sigurbjörn hótaði starfsmanni Árnesþings leigumorðingja – „Elskar þú ekki barn þitt?“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 22. janúar 2023 10:30

Fangelsið að Litla Hrauni. Ljósmynd/Vilhelm.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurbjörn Adam Baldvinsson, maður fæddur árið 1985, sem á að baki afar langan og efnisríkan afbrotaferil, hefur verið ákærður fyrir hótanir gegn þremur starfsmönnum skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Hótanirnar voru sendar í tölvupósti og eru þetta óhugnanleg skrif.

DV hefur ákæru málsins undir höndum en  í henni kemur fram að Sigurbjörn dvelst nú í fangelsinu á Litla-Hrauni. Hótanirnar sendi hann á tímabilinu 10. júlí 2020 til 29. nóvember 2021.

Sigurbjörn hótaði fólkinu vegna afskipta þess, í starfi sínu, af barni Sigurbjörns. Þann 10. júlí árið 2020 sendi Sigurbjörn starfsmanni, sem auðkenndur er með bókstafnum A í ákærunni, eftirfarandi skrif:

„Það er til síða þar sem.þú getur valið þér leigumorðingja gegn gjaldi, hvað heldur að
mannslíf sé mikils virði fyrir einhvern utlending sem kemur og vinnur fyrir þig það sem þú
þarft?
Að ráða venjulegulega manneskju af dögunum er rétt um 5000 dollarar.
Svo geturu farið fram á sérstakar óskir
Þetta er bara einsog að kaupa sér bíl.“
[…]
„Og það er ákveðin krafa frá almenningi að hyski eins og þið eigið ekki að draga súrefni frá
okkur hinum.“

Nokkrum mínútum síðar barst starfsmanninum póstur frá Sigurbirni með þessum skilaboðum:

„Þið takið mitt líf þá mun ég taka frá ykkur það sem mig langar 😉
A elskar ekki þú barn þitt?
Veistu hvað er að elska barn sitt?
Nei þú ert bara barnaníðingur.
Og ég mun aldrei gleyma því þegar þú komst með barnið mitt misnotað í desember og
þagfaðir það bara niður“

Þann 29. nóvember 2021 sendi Sigurbjörn starfsmanninum þennan póst:

„ég veit líka hvar þú býrð
Eldar loga.
Nætur, grætur,
fætur ungir,
brenndir vola.“

Starfsmaður B fékk þessa sendingu 7. maí 2021:

GUÐ
Ég fer með bænir þegar ég drep ykkur í höfðinu á mér!
ég fer með bænir þegar ég skipulegg aftur og aftur fjöldamorð í höfðinu á mér
[…]“

Sami starfsmaður fékk þennan póst 29. nóvember 2021:

„nú ætla ég að segja þér alveg mjög sérstakt að þegar ég losna þá kem ég til þín og þegar
dimmir“

Þann sama dag fékk starfsmaður C þessa sendingu frá Sigurbirni:

„villtu að ég komi heim til þín meðan þú ert sofandi og útskýri þetta fyrir ykkur, það er stutt
í það taktu þessu eins og þú villt þetta er ekki hótun“

Meðlimur í Árnesgenginu

Brotaferill Sigurbjörns hófst árið 2003. Hann hann hefur í gegnum tíðina safnað á sig dómum fyrir þjófnaði, fíkniefnalagabrot, umferðarlagabrot og hótanir en árið 2015 var hann meðal annars dæmdur fyrir hótanir í garð lögreglumanna og fjölskyldna þeirra.

Sigurbjörn var á sínum tíma tengdur við hið svonefnda Árnesgengi en meðal annars var fjallað um það í frétt á Vísi árið 2007. Segir þar að gengið samanstandi af tíu mönnum á aldrinum 15 til 26 ára og Sigurbjörn er nefndur þar til sögunnar en hann var 22 ára á þessum tíma. Er fréttin var rituð hafði verið þingfest sakamál gegn hópnum í Héraðsdómi Reykjavíkur með alls 70 ákæruliðum. Innbrot, fjársvik, fíkniefnabrot, eignarspjöll og bílþjófnaðir voru á meðal brotanna.

Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur lét þau ummæli falla að um væri að ræða óvenjumikla brotavirkni hjá litlum hópi fólks á skömmum tíma, en brotin áttu sér stað á um hálfs árs tímabili:

„Ég man ekki eftir öðrum eins fjölda afbrota á svona skömmum tíma. Þarna er líklega um að ræða ákveðinn kjarnahóp þar sem afbrot eru hluti af lífstíl. Þetta er einfaldlega það sem þau gera.“

– – – –

Aðalmeðferð verður í máli Sigurbjörns við Héraðsdóm Suðurlands þann 3. febrúar næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“