fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Voru að taka í hurðarhúna í Vallahverfinu í Hafnarfirði

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 9. desember 2023 09:25

Margir stútar voru teknir í nótt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um grunsamlegar mannaferðir í Vallahverfinu í Hafnarfirði í nótt. Það er um tvo menn sem gengu á milli húsa og tóku í hurðarhúna. Í skýrslu lögreglu er ekki greint frá því hvort þeir fundust eða ekki.

Hins vegar var maður handtekinn í hverfinu vegna líkamsárásar og vistaður í fangaklefa.

Nokkuð var um ölvun og ölvunartengd brot á höfuðborgarsvæðinu í nótt, einkum í miðborg Reykjavíkur. Nokkrir stútar voru teknir sem annað hvort voru undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og sumir ekki með ökuréttindi í gildi. Einn stúturinn sem handtekinn var reyndist líka vera eftirlýstur af lögreglu og var hann vistaður í fangageymslu.

Í Breiðholti harðneitaði einn stúturinn að gangast undir fíkniefnapróf og var hann sviptur ökuréttindum í eitt ár.

Á Seltjarnarnesi var kona í annarlegu ástandi til vandræða og var henni skutlað heim. Enda engar kröfur gerðar á hana.

Í Árbænum var tilkynnt um mann sem lá ofurölvi í strætóskýli. Samkvæmt lögregluskýrslu var eftir bestu getu reynt að aðstoða manninn og koma honum heim en sökum ástands var ekki með nokkru móti hægt að fá hann til að segja lögreglu hvar hann ætti heima. Var niðurstaðan því sú að vista hann í fangageymslu þar til ástand hans lagast.

Þá var kveikt í bíl í Breiðholtinu. Að sögn lögreglu er brennuvargsins enn þá leitað.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“