fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Vill fánalitina burt af matvælum sem ekki eru framleidd á Íslandi

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kæra fólk. Höfum augun opin þegar við verslum og styðjum íslenska framleiðslu og íslenska bændur,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.

Bjarkey tók til máls á Alþingi í vikunni og ræddi merkingar á matvælum hér á landi. Benti hún á að íslenskt grænmeti væri iðulega merkt en í kjötvöru væru mörkin óljósari og nefndi hún dæmi um slíkt.

„Við framleiðum hér á landi lamb og naut, kjúklinga og svín og jafnvel kalkún. En kalkúnn í sneiðum, framleiddur úr fyrsta flokks íslensku grísakjöti, upprunaland Pólland, með íslensku fánaröndina hliðarsetta á pakkningunni? Þetta bar fyrir augu neytenda nokkurs í matvöruverslun hér á landi fyrir skemmstu og rataði myndin á veraldarvefinn. Hér hefur augljóslega eitthvað misfarist í prentun merkimiðans og atvikið að einhverju leyti spaugilegt, en merkingar eru alvörumál,“ sagði Bjarkey.

Hún segist vera þeirrar skoðunar að notkun fánalita íslenska fánans við merkingar á erlendum afurðum sem pakkað er af innlendum framleiðendum ætti að vera með öllu óheimil.

„Það er of algengt að framleiðendur freistist til þess að nota fánalitina með þeim hætti til að selja vöru sína. Það er hluti af heilnæmi íslenskra matvæla að eftirlit með framleiðslu og hreinleika afurða sé í fyrirrúmi. Það er engum til góðs að neytendur þurfi að lúslesa pakkningar til að sjá hvar varan er framleidd, sér í lagi ef á henni er íslenskur fáni. Við viljum geta treyst því að fáninn okkar hafi einhverja merkingu en sé ekki eitthvert ódýrt sölutrix.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Nova flytur á Broadway
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Í gær

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Í gær

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“