fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Boða til aðgerða við höfuðstöðvar Landsbankans til að þrýsta á banka og lífeyrissjóði í málefnum Grindvíkinga

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 10:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við boðum til samstöðufundar við nýjar og glæsilegar, tugmilljarða, höfuðstöðvar Landsbankans við Hafnartorg, fimmtudaginn 23.nóvember, kl.14,“

segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, í færslu á Facebook sem hann biður fólk vinsamlega um að deila. Með fundinum vill hann, ásamt Herði Guðbrandssyni formanni Verkalýðsfélags Grindavíkur, „með friðsælum og táknrænum hætti þrýsta á banka og lífeyrissjóði um að koma betur til móts við Grindvíkinga sem nú þurfa að finna sér nýtt húsnæði með tilheyrandi kostnaði á meðan bankar og lífeyrissjóðir gefa ekki krónu eftir.

Það er lágmarks krafa okkar að vextir og verðbætur verði felldar niður tímabundið eða á meðan mesta ósvissan ríkir.“

Hvetja þeir fólk til að mæta og sýna samstöðu í verki. Ef fólki verði hleypt inn í höfuðstöðvarnar sé gengið inn í glæsilegan móttökusal Landsbankans á móti verslun 66°norður við Hafnartorg.

„Vonumst til að sjá sem flesta. Við stefnum á að gera þetta að daglegum viðburði eða þangað til bankarnir gangast við ábyrgð sinni og komi myndarlega til móts við hrikalega stöðu og óvissu sem blasir við íbúum Grindavíkur.

Okkur þætti vænt um að þú sýnir þessari aðgerð okkar, eða nauðvörn, stuðning með því að deila þessum skilaboðum og vekja þannig athygli á þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum
Fréttir
Í gær

Karl konungur um greininguna – „Ógnvekjandi reynsla að vera sagt að þú sért með krabbamein“

Karl konungur um greininguna – „Ógnvekjandi reynsla að vera sagt að þú sért með krabbamein“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum