fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

„Það þarf að byggja varnargarð utan um okkur fólkið í Grindavík“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hulda Jóhannsdóttir, eiginkona, móðir, amma og skólastjóri Heilsuleikskólans á Króki er ein þeirra tæpu 4000 þúsund íbúa Grindavíkur sem er í algjörri óvissu um framtíðina.

Hulda skrifaði pistil fyrr í dag sem hún gaf DV góðfúslega leyfi til að deila. Þar ræðir Hulda um skólastarfið sem er nú í biðstöðu, áfallið sem Grindvíkingar eru í og hversu mikilvægt er að bjóða Grindvíkingum nú upp á faglega aðstoð og samverustað.

Hulda Jóhannsdóttir

„Var að koma af dásamlegri samveru þar sem skólafólk í Grindavík hittist. Um leið og þessi stund var dásamleg var hún erfið og allir sammála um mikilvægi þess að hittast og vera saman. Hlæja saman og gráta saman enda féllu mörg tár.

Það hefur mikið verið rætt um að það þurfi að koma á skólahaldi sem fyrst, nokkurs konar farskóla bæði fyrir leik- og grunnskóla. Við skólafólkið skiljum vel þörfina fyrir rútínu, námi og samveru barnanna okkar, við vitum að þau þurfa sálgæslu þar sem þau hafa orðið fyrir áfalli. Við sem fagfólk vitum líka að það er mjög mikilvægt að það fólk sem sér um börnin okkar núna séu í góðu andlegu jafnvægi, það erum við ekki vegna þess að:

Við erum í miðjum atburðinum

Við erum í áfalli

Við búum við gríðarlega óvissu

Við erum kannski búin að missa heimilin okkar

Við erum dreifð um landið

Við vitum mörg hver ekki hvar við munum dvelja á morgun

Við grátum helling

Við gleymum að borða

Við villumst í umferðinni

Við sofum lítið eða ekkert

Við erum mörg hver að hugsa um foreldra okkar

Við hugsum ekki skýrt

Við vorum kannski að sjá heimilið okkar í síðasta sinn í gær þegar við hlupum eins og hauslausar hænur að ná í nauðsynjar en stóðum allt í einu á bílastæðinu með klakavélina, harðfiskinn frá Bjössa kenn, uppáhalds blómið, jóladúkinn sem amma saumaði, rjúpurnar sem Nonni veiddi, lambaskrokkin sem ég var nýbúin að kaupa, marengstertuna úr frystinum og fleira ekki nauðsynlegt.

Við viljum núna fá að vera með fjölskyldum okkar og nánustu ættingjum eins og restin af bænum okkar og hjálpast að við að vinna úr því gríðarlega áfalli sem við höfum orðið fyrir.

Það sem þarf að gera núna er að koma upp samverustað eða stöðum þar sem fólk getur hist með börnin sín, talað um reynsluna sem við höfum orðið fyrir og bara verið saman. Stað þar sem við getum hjálpast að við að búa til rútínu fyrir barnafólk með allskonar leik- og námsefni fyrir börnin.

Það þarf að bjóða fólki upp á faglega aðstoð til að vinna úr áfallinu.

Og síðast en ekki síst það þarf að segja okkur:

Að það verði allt í lagi með afkomu okkar

Að okkur verði tryggður dvalarstaður núna og í framtíðinni

Að við fáum allt sem við höfum byggt upp bætt

Það þarf að byggja varnargarð utan um okkur fólkið í Grindavík.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Í gær

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fiskabúr sprakk á veitingastað og lifandi fiskar út um allt

Fiskabúr sprakk á veitingastað og lifandi fiskar út um allt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan leitar að þessu fólki

Lögreglan leitar að þessu fólki