fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Hvað varð um Wagnerhópinn?

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 07:30

Nokkrir liðsmenn Wagnerhópsins. Mynd:Úkraínska leyniþjónustan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að Yevgeny Prigozhin lést í flugslysi í vesturhluta Rússland í ágúst hefur framtíð Wagnermálaliðafyrirtækisins verið í uppnámi. Ekki virðist hafa komist ró á þrátt fyrir að tilkynnt hafi verið að Pavel Prigozhin, sonur Yevgeny tæki við stjórnartaumum málaliðafyrirtækisins en það var faðir hans sem stofnaði það.

Í stöðuuppfærslu breska varnarmálaráðuneytisins um gang stríðsins í Úkraínu kemur fram að stór hluti af málaliðunum hafi gengið rússneska ríkinu á hönd og að flest bendi til að rússnesk stjórnvöld hafi meiri stjórn á aðgerðum Wagnerhópsins og fyrrum liðsmanna hans en nokkru sinni áður.

Ráðuneytið segir að Wagnerliðum hafi verið dreift og sendir til margra herdeilda. Í lok október hafi Wagnerhópurinn líklega verið settur undir stjórn rússneska þjóðvarðliðsins og sé aftur farinn að afla nýrra liðsmanna.

Ráðuneytið segir að hluti Wagnerliða hafi gengið til liðs við annað rússneskt málaliðafyrirtæki, Redut.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn