fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Nánast óbreytt virkni við Grindavík frá því í gær

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 13. nóvember 2023 11:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skjálftavirkni á umbrotasvæðinu á Reykjanesi hefur verið stöðug síðan 11. nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni sem birt var kl. 11:40.

Um 900 skjálftar hafa mælst frá miðnætti í dag. Skjálftavirknin er dreifð um suðurhluta gangsins á milli Sundhnúks og Grindavíkur og er á um 2-5 km dýpi. ​

Enn mælist hæg minnkandi aflögun við Grindavík. ​Gliðnun er mest við miðju gangsins við Sundhnúk þar sem megin uppstreymissvæði kviku er talið vera.​

Í tilkynningunni segir ennfremur:

„Það er mat Veðurstofunnar að virknin í og við Grindavík sé nánast óbreytt frá því í gær. Fylgst er gaumgæfilega með öllum mælakerfum í rauntíma, sér í lagi við Grindavík, sem gætu bent til breytinga á stöðunni. ​

Vakt Veðurstofunnar einbeitir sér sérstaklega að svæðinu í og við Grindavík og sinnir sérstakri vöktun viðbragðsaðila á staðnum sem sinna aðgerðum á staðnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum