fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Fengu loks að sækja hestana – „Okkur var þverneitað en á meðan var verið að hleypa starfsmönnum fiskeldisins í gegn“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 12. nóvember 2023 15:30

Stórar sprungur voru í túninu hjá hestunum. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hestamenn í Grindavík hafa fengið að sækja hesta sína í dag. Einn þeirra gagnrýnir lögreglustjórann á Suðurnesjum harðlega fyrir að lögreglan hafi hleypt starfsfólki fyrirtækja í bæinn í gær að sækja eignir á meðan dýrafólki var snúið frá.

„Það mátti bjarga verðmætum en ekkert hugsað um velferð dýra. Mér finnst lögreglustjórinn á Suðurnesjum gjörsamlega vera að bregðast,“ segir Arnar G. Kárason sem fór í gær til Grindavíkur til að bjarga hrossum og sauðfé en var snúið frá.

Mismunun

Arnar og félagar hans höfðu náð að flytja nokkuð af hrossum úr bænum á föstudag. En sneru aftur á laugardag á nokkrum bílum til þess að freista þess að sækja þau sem eftir voru. Einnig til að reyna að bjarga innilokuðum kindum.

Þeim var hins vegar ekki hleypt inn en máttu horfa upp á lögreglumenn hleypa starfsmönnum fyrirtækja til að bjarga eigum þeirra.

„Við vorum mjög ósáttir við það. Okkur var þverneitað en á meðan var verið að hleypa starfsmönnum fiskeldisins í gegn. Svo heyrðum við af því að það var verið að sækja bíla og tæki frá fyrirtækjum í bænum í gærkvöldi. Þá átti enginn að vera í bænum,“ segir Arnar.

Stórar sprungur í túninu hjá hestunum

Í dag fengu þeir hins vegar leyfi til þess að sækja hrossin, hleypa kindunum út og brynna þeim. Ekki fékkst leyfi til að flytja kindurnar burt.

„Það voru 22 hross eftir í bænum í dag. Við náðum þessum sjö sem voru hérna megin og það eru aðrir þrír bílar austan megin við Grindavík að sækja hin hrossin sem voru þar,“ segir Arnar. En hann var á stað sem kallaður er Staður, nálægt golfskálanum í Grindavík.

Arnar og félagar fréttu það í fjölmiðlum að fólki yrði hleypt inn á svæðið til að sækja nauðsynjar og dýr. Lögðu þeir því af stað í þeirri von um að geta sótt dýrin.

22 hross voru eftir í Grindavík í dag. Mynd/aðsend

„Þegar við vorum rétt ókomnir fengum við að vita að við fengjum leyfi til að fá að fara í gegn. Við fengum fylgd hjá björgunarsveitarbíl að þeim stað sem hestarnir voru,“ segir Arnar. Stórar sprungur voru í túninu þar.

Einnig náðu þeir að hleypa út innilokuðu sauðfé. Ekki fékkst leyfi til að flytja það burt en Arnar hefur heyrt að aðrir hafi fengið slíkt leyfi.

Ringlað og pirrað

Eins og DV greindi frá fyrr í dag greindi Veðurstofan frá því í morgun að svigrúm væri til að hleypa Grindvíkingum að sækja eigur sínar. Seinna kom tilkynning frá lögreglu og Almannavörnum um að aðeins um takmarkaða aðgerð væri að ræða í Þórkötlustaðahverfi. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, gagnrýndi Veðurstofuna fyrir þetta frumhlaup í aukafréttatíma hjá RÚV.

Afleiðingin var sú að langar bílaraðir hafa myndast. Þegar DV náði tali af Arnari, á þriðja tímanum í dag, voru enn þá langar raðir. Hann segir að fólk bíði við lokunarpóstana en engum sé hleypt inn. Fólk sé ringlað og pirrað.

„Fólk reynir að komast inn hvar sem er. Fólk vill fara og sækja eigur sínar. Einhverjir fjölmiðlar voru búnir að segja frá því að það yrði hleypt inn þannig að það er örtröð við lokunarpóstana,“ segir Arnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla
Fréttir
Í gær

Varaþingmaður Flokks fólksins fordæmir blóðmerahald

Varaþingmaður Flokks fólksins fordæmir blóðmerahald
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“