fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Fá að sækja nauðsynjar til Grindavíkur

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 12. nóvember 2023 11:42

Grindavík er mannlaus eins og er. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grindvíkingar munu fá að sækja nauðsynjar í dag. Þetta var ákveðið á fundi Almannavarna og Veðurstofunnar ásamt sérfræðingum Háskóla Íslands. Talið er svigrúm til að hleypa íbúum núna en óvissan eykst svo þegar líður á daginn.

Enn er talin yfirvofandi hætta og óbreyttar líkur á eldgosi þó að verulega hafi dregið úr skjálftavirkni í nótt og morgun og innflæði kviku minnkað. Gosið gæti annað hvort hafist á landi eða sjó og ágætis möguleiki er á því að kvika komi upp í sjálfum Grindavíkurbæ, en þar undir liggur kvikugangurinn.

Þó að bærinn sé mannlaus eru bæði heitt vatn og rafmagn á flestum stöðum. En rafmagn datt úr um tíma eftir að bærinn var rýmdur í fyrrinótt.

Fundur Almannavarna með sérfræðingum hófst klukkan 9:30 í morgun og ríkisstjórnin fundar um byggingu varnargarða í hádeginu. „Við munum ekki stefna neinu lífi í hættu við þessa vinnu,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra við RÚV.

Þá er einnig verið að vinna að því að skipuleggja skólastarf fyrir börn frá Grindavík, sem eru eru dreifð um stórt svæði. Hafa Grindvíkingar verið hvattir til að gera grein fyrir staðsetningu sinni í síma 1717. Í gær var greint frá því að ekki nægilega margir hefðu gert það.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir