fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Sanna vill hylja styttuna af séra Friðriki

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. nóvember 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi borgarrráðs í gær var tekin fyrir tillaga borgarstjóra um að leitað verði umsagnar KFUM, KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort fjarlægja beri styttuna Séra Friðrik og drengurinn sem stendur á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur þegar lagt til að styttan verði fjarlægð. Sanna Magdalena Mörtudóttir fulltrúi Sósíalistaflokksins lagði til á fundinum að á meðan umsagnarinnar sé leitað verði styttan hulin.

Kemur þessi umræða og tillaga í kjölfar bókar Guðmundar Magnússonar sagnfræðings þar sem ónefndur maður sakar Séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM og KFUK á Íslandi, um að hafa brotið kynferðislega á sér.

Í greinargerð með tillögunni er vísað til bókar Guðmundar og einnig að fjölmiðlar hafi greint frá fleiri frásögnum af sambærilegum toga. KFUM og KFUK hafi upphaflega safnað fyrir styttunni og gefið Reykjavíkurborg hana. Félagið hafi þegar brugðist við með yfirlýsingu þar sem segi meðal annars að félagið vilji hvorki breiða yfir sannleikann né söguna. Ef hægt sé að leiða í ljós að stofnandi samtakanna hafi gerst sekur um brot gagnvart börnum, telji KFUM og KFUK slíkt uppgjör nauðsynlegt.

Í greinargerðinni segir einnig að samkvæmt samþykktum um Listasafn Reykjavíkur frá 2013 þá hafi það umsjón með listaverkaeign Reykjavíkurborgar, þar með talið myndverkum á almannafæri. Safnið sinni viðhaldi listaverka í borgarlandinu í samræmi við fjárheimildir og eftir forgangsröðun sem byggð sé á árlegu ástandsmati og yfirgripsmikilli ástandsskýrslu sem unnin var árið 2013. Komi til þess að verkið verði tekið niður þurfi að finna því stað í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur.

Segir enn fremur að styttan hafi verið afhjúpuð 1955 en Sigurjón Ólafsson myndhöggvari hafi gert hana.

Sanna vill að styttan verði hulin á meðan

Sanna Magdalena Mörtudóttir, fulltrúi Sósíalistaflokksins í borgarráði, lagði fram bókun við tillöguna. Í bókuninni segir að í ljósi alls þess sem hefur komið fram telji hún eðlilegt að fjarlægja styttuna. Á meðan leitað er umsagnar KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur telur Sanna að það ætti að hylja styttuna.

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins í borgarráði lagði einnig fram bókun við tillöguna. Hún hefur áður lagt fram tillögu um að styttan verði fjarlægð en í bókuninni segir að sjálfsagt sé að leita umsagnar KFUM og KFUK af virðingu við þau félög enda málið mikið áfall fyrir þau og harmleikur. Kolbrún telur þó að fjarlægja eigi styttuna eins fljótt og unnt er til þess að forðast að málið dagi uppi. Hún segir að sýna þurfi þolendum þá virðingu að leyfa því ekki að gerast.

Líf Magneudóttir áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna lagði einnig fram bókun við tillöguna. Líf segist styðja tillögu borgarstjóra um að leita umsagnar KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur en telur þó að hægt hefði verið að leita álits fleiri aðila um málið. Líf telur rétt að fjarlægja styttuna og við það tækifæri endurhugsa svæðið í kring. Hún leggur til að sett verði upp leiktæki eða annað sem gæti glatt börn og aðra vegfarendur sem ungir eru í anda.

Tillaga borgarstjóra var samþykkt með öllum atkvæðum fulltrúa borgarráðs sem hafa atkvæðisrétt á fundum þess. Það er að segja fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Framsóknarflokksins, Pírata, Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins. Áheyrnarfulltrúar Vinstri grænna og Flokks Fólksins hafa ekki atkvæðisrétt á fundum borgarráðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks