fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Þetta eru helstu gjaldskrárhækkanir í Reykjavík

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 8. nóvember 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir komandi ár var lögð fram í gær og með henni tillaga að hækkunum á gjaldskrám borgarinnar. DV hefur tekið saman helstu hækkanir eins og þær birtast í tillögunni.

Í greinargerð með tillögunni segir að almennt sé gert ráð fyrir að gjaldskrár þjónustugjalda, hækki um að jafnaði 5,5 prósent í samræmi við þjóðhagsspá Hagstofu og verðlagsforsendur fjárhagsáætlunar 2024. Í því felist að verðlagshækkun vegna samanlagðra gjaldskrártekna á hverju sviði nemi að jafnaði um 5,5 prósent, þótt hver og einn gjaldskrárliður hækki eftir atvikum meira eða minna. Gert sé ráð fyrir að gjaldskrár á umhverfis- og skipulagssviði endurspegli raunkostnað eins og verið hefur.

Hjá Skóla- og frístundasviði hækka öll gjöld um 5,5 prósent. Þar má nefna gjöld fyrir vistun og síðdegishressingu á frístundaheimilum. Til að mynda hækkar vistun í 5 daga úr 17.132 krónum í 18.074 krónur en síðdegishressingin fyrir sama dagafjölda hækkar úr 4.945 krónum í 5.217.

Gjöld fyrir sumarstarf frístundaheimila og sértækra félagsmiðstöðva hækka einnig um 5,5 prósent.

Mánaðaráskrift fyrir máltíðir í grunnskólum hækkar úr 12.167 krónum í 12.836. Tekið er þó fram að fjölskyldur greiði mest fæðisgjöld fyrir tvö börn þvert á skólastig.

Námsgjald á leikskólum hækka um sömu prósentutölu. Sem dæmi má nefna að mánaðargjald fyrir 9 og hálfrar klukkustundar dvöl, fyrir börn giftra foreldra eða foreldra í sambúð, hækkar úr 39. 743 krónum í 41.930 krónur. Einstæðir foreldrar þurfa að greiða 17.637 krónur fyrir jafn langa dvöl en greiða nú 16.458 krónur. Fæðisgjöld á leikskólum hækka líka um 5,5 prósent. Fæðisgjald fyrir barn sem dvelur þetta lengi á leikskóla dag hvern hækkar úr 13.805 krónum í 14.565 krónur en staða foreldra breytir engu um upphæð þess gjalds en mest er greitt fyrir tvö börn í einu.

Leyfi til að selja tóbak lækkar í verði

Hækkanir hjá umhverfis- og skipulagssviði eru hins vegar mjög misjafnar. Hækkanir hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur eru almennt á bilinu 5,3 til 5,6 prósent en gjald fyrir eigendaskipti á tóbakssöluleyfi hækkar um 12,1 prósent en gjald fyrir nýtt tóbakssöluleyfi lækkar um 6 prósent. Það kostar í dag 29.840 krónur en mun lækka niður í 28.050 krónur.

Sorphirðugjöld bæði hækka og lækka. Mest hækkar gjald fyrir blandað sorp í 120 lítra sorptunnum, um 70,6 prósent. Það fer úr 25.200 krónum á ári í 43.ooo krónur. Gjald fyrir blandað sorp hækkar á bilinu 30,4 til 70,6 prósent eftir því um hvernig tunnur eða gáma er að ræða.

Sorphirðugjald fyrir pappír og pappa lækkar um 15 prósent fyrir 240 lítra tunnur, úr 11.900 krónum á ári í 10.100 krónur en hækkar fyrir gáma. Það lækkar um 9,2 prósent þegar kemur að plasti í 240 lítra tunnum úr 12.ooo krónum á ári í 10.100 krónur á ári.

Ýmis gjöld vegna byggingaleyfa og úttekta á nýbyggingum hækka almennt um 6,2 prósent.

Götu og togsöluleyfi hækka öll um 5,5 prósent.

Þegar kemur að bílastæðum þá standa gjöld fyrir stöðubrot í stað. Gjöld í bílastæðahúsum hækka flest um 5,8 prósent. Til að mynda mun kosta 18.200 krónur að leggja í Ráðhúsinu en kostar nú 17.200 krónur. Íbúakort hækka um 3,7 prósent fara úr 2.700 krónum í 2.800 en verðið er tvöfalt lægra ef um er að ræða rafmagns- eða vetnisbíl.

Hækkanir hjá velferðarsviði eru misjafnar en flestar þó 5,5 prósent. Hækkun fæðisgjalda er á bilinu 2,9 prósent til 5,5 prósent. Mest hækkar almennt verð fyrir hádegismat. Úr 1.555 krónum í 1.640 krónur sem er 5,5 prósent hækkun.

Dýrara að fara í sund og á söfn

Gjaldskrárhækkanir hjá menningar- og þjónustusviði eru einnig misjafnar en almennt eru hækkanir á bilinu 5-7 prósent.

Öll verð fyrir sundferðir hækka nema að áfram verður ókeypis fyrir börn (0-16 ára), eldri borgara og öryrkja. Verð fyrir staka sundferð fullorðins einstaklings hækkar um 6 prósent úr 1.255 krónum í 1.330 krónur. Árskort fyrir fullorðna hækkar úr 42.500 krónum í 44.840 sem er 5,5 prósent hækkun. Borgarstarfsmenn munu þurfa að borga 520 krónur fyrir staka sundferð en borga nú 492 krónur.

Aðgangseyrir í Fjölskyldu – og Húsdýragarðinn hækkar almennt um 5,5 prósent nema að gjald fyrir fullorðna hækkar um 6,1 prósent úr 1.555 krónum í 1.650. Börn 0-5 ára, aldraðir og öryrkjar fá áfram ókeypis inn.

Gjöld á skíðasvæðum borgarinnar ýmist hækka eða lækka. Mest hækkar tilboðsverð á vetrarkorti á göngusvæði sem gildir til áramóta. Það hækkar um 28,4 prósent úr 12.250 krónum í 15.725. Mesta lækkunin er á gjaldi fyrir 3 klukkustunda dvöl fyrir ungmenni. Það lækkar um 40,8 prósent úr 1.420 krónum í 840 krónur.

Gjöld Borgarbókasafns hækka á bilinu 5,5 til 7,1 prósent. Til að mynda hækkar lánþegaskírteini fyrir 1 ár úr 2.900 krónum í 3.060 krónur. Dagsektir hækka úr 70 í 75 krónur.

Gjöld Listasafns Reykjavíkur hækka um 5,5 til 6,4 prósents. Aðganseyrir fyrir fullorðna, sem gildir í öll hús safnsins hækkar, úr 2.220 krónum í 2.350 krónur.

Hækkanir á gjöldum Borgarsögusafns eru á bilinu 5,5 prósent til 7,1 prósent. Hækkun á aðgangseyri fyrir fullorðna er nákvæmlega sú sama og hjá Listasafninu.

Áfram verður ókeypis fyrir börn og öryrkja að fara á söfn borgarinnar og að taka bækur að láni.

Að lokum má nefna að Menningarkort Reykjavíkur, sem felur í sér meðal annars aðgang að söfnum borgarinnar í 1 ár og lánþegaskírteini á Borgarbókasafninu, hækkar í verði úr 7.700 krónum í 8.130 krónur en það er 5,6 prósent hækkun.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Bragi: Þjóðverjarnir á Keflavíkurflugvelli steinhissa – „That can‘t be right“

Bragi: Þjóðverjarnir á Keflavíkurflugvelli steinhissa – „That can‘t be right“
Fréttir
Í gær

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Í gær

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Í gær

Palestínufáninn bannaður – „Þá slökkvum við á Eurovision“

Palestínufáninn bannaður – „Þá slökkvum við á Eurovision“
Fréttir
Í gær

Tvær milljónir króna í reiðufé gerðar upptækar – Voru í fórum manns sem finnst ekki

Tvær milljónir króna í reiðufé gerðar upptækar – Voru í fórum manns sem finnst ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við