fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Stórtækur þjófur lét greipar meðal annars sópa í Langholtskirkju

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 5. nóvember 2023 17:00

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnaðarbrot.

Maðurinn var meðal annars ákærður fyrir að hafa þann 18. febrúar 2021 stolið iPhone-farsíma að áætluðu verðmæti 100 þúsund krónur í Langholtskirkju. Hann var svo ákærður fyrir að stela súkkulaðistykkjum úr Nettó í Mjódd í júlí 2021 að verðmæti 3.900 krónur.

Brotin voru fleiri. Samkvæmt ákæru stal hann Trek Skye-fjallahjóli úr hjólageymslu í Reykjavík, en verðmæti hjólsins var tæpar 100 þúsund krónur.

Hann er svo sagður hafa brotist inn í aðra geymslu þar sem hann stal meðal annars frauðsverðum, leðurvesti og kaffivél. Um svipað leyti er hann sagður hafa stolið úr búningsklefa í ÍR-heimilinu í Austurbergi iPhone-farsíma, íþróttatösku og íþróttafatnaði.

Þá var hann ákærður fyrir að fara inn í stigahúsnæði Klassíska listdansskólans í Mjódd þar sem hann stal Xiaomi-rafhlaupahjóli að ætluðu verðmæti 59 þúsund krónur.

Maðurinn sótti ekki þing við þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll. Maðurinn var sakfelldur í öllum ákæruliðum en með brotum sínum rauf hann skilorð dóms sem hann hlaut sumarið 2020. Þótti hæfileg refsing fjögurra mánaða fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

VÆB áfram í Eurovision!

VÆB áfram í Eurovision!
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli