fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Grindvíkingar halda upplýsingafund vegna jarðhræringa

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 2. nóvember 2023 11:08

Mynd: Grindavíkurbær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upplýsingafundur fyrir íbúa Grindavíkur verður haldinn í dag í íþróttamiðstöðinni kl. 17.00. Tilefni fundarins eru jarðhræringar norðvestan við fjallið Þorbjörn.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi samkvæmt heimasíðu Grindavíkurbæjar.

Frummælendur:

–    Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum
–    Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálfta og jarðhniks hjá Veðurstofu Íslands
–    Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku
–    Egill Sigmundsson, sviðsstjóri rafmagnssviðs hjá HS Veitum
–    Inga Guðlaug Helgadóttir, deildarstjóri sálfélagslegrar þjónustu HSS og Ragnhildur Magnúsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri barna hjá HSS. (Líðan á óvissutímum)

Að loknum framsögum verða umræður og fyrirspurnir

Til svara auk frummælenda (panelumræður):

–    Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra
–    Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands

Fundarstjóri: Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe