fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Gætu þurft að reisa varnargarða ef til eldgoss kemur – Bláa lónið gefur sér tvo tíma til rýmingar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 31. október 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS orku, segir að svo gæti farið að vernda þyrfti mannvirki með varnargörðum og vernda holur ef til eldgoss kemur á Reykjanesi.

Þetta segir Tómas í samtali við Morgunblaðið í dag.

Talsverð skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi að undanförnu og mælist miðja landriss á svæðinu nú nærri fjallinu Þorbirni. Benda mælingar til þess að kvika sé að safnast fyrir á um fjögurra kílómetra dýpi.  Í nágrenninu eru mikilvægir innviðir eins og virkjunin í Svartsengi og Bláa lónið.

Tómas segir að ef rafmagn færi yrði það ekki stór skaði því Reykjanesvirkjun og Suðurnesjalína 1 myndu sjá svæðinu fyrir rafmagni. „En ef hitaveitan fer þá er náttúrlega dálítið mikið mál að koma upp annarri hitaveitu og það er ekkert sveitarfélag með varahitaveitu. Þá þyrftum við að bregðast við eftir því hversu alvarlegt það er og það gæti tekið tíma,“ segir Tómas við Morgunblaðið í dag.

Þá er haft eftir Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra sölu, rekstrar og þjónustu í Bláa lóninu, að fyrirtækið sé í nánu samráði við Almannavarnir og sérfræðinga Veðurstofunnar. Rýmingaráætlun vegna eldgoss sé til staðar og fyrirtækið telji sig vel í stakk búið til að takast á við slíkar aðstæður.

Segir hún að gert sé ráð fyrir að tvær klukkustundir séu nægilega langur tími til að framkvæma rýmingu á öllum svæðum. Fyrirmælum sérfræðinga og Almannavarna verði fylgt í hvívetna.

„Þeir eru sér fræðingarnir og við fylgjum þeim í einu og öllu,“ segir hún við Morgunblaðið í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“