fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Uppnám hjá Bandalagi kennara á Norðurlandi eystra – Hugsanlega tilraun til valdaráns

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 26. október 2023 13:00

Mjöll Matthíasdóttir, Hanna Dóra Markúsdóttir, Helga Dögg Sverrisdóttir og Arnar Þór Jónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undarlegir atburðir hafa gerst hjá BKNE, bandalagi kennara á Norðurlandi eystra, undanfarin sólarhring. Færsla var sett inn í gær á Facebook síðu félagsins um að nýlegt formannskjör væri ógilt en tekin út skömmu seinna.

Félagið, sem er í raun deild innan innan Félags grunnskólakennara í Kennarasambandinu, hefur verið mikið í deiglu fjölmiðlanna vegna aðalfundar sem haldinn var þann 5. október síðastliðinn. En þar var samþykkt reglubreyting á styttingu stöðu formanns félagsins og nýr formaður kjörinn.

Allt virtist þetta gert til þess að koma þáverandi formanni, Helgu Dögg Sverrisdóttur kennara við Síðuskóla, úr formannsstólnum sem fyrst. En skrif hennar um transfólk hafa farið mjög fyrir brjóstið á samkennurum, foreldrum, bæjarfulltrúum og fleirum.

Dularfull færsla

Um fjögurleytið síðdegis í gær birtist mjög óvænt færsla á Facebook síðu BKNE þar sem fullyrt var að kosningin hefði verið ógild og að nýr formaður gæti ekki tekið við. Það er Hanna Dóra Markúsdóttir, kennari við Brekkuskóla.

„Stjórn deildarinnar ber að axla ábyrgð á gjörðum sínum, fundarstjóra, formanni Félags grunnskólakennara og stjórnarmanni Fg  sem voru á fundinum án þess að grípa inn í. Eftir blaðaumfjöllun höfðu fjölmargir samband við formanninn og bentu á lögbrotið,“ stóð í færslunni.

Einnig stóð að lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson hefði verið fenginn til þess að skoða atburðarásina og hann hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið boðað til fundarins með nægilegum fyrirvara og að ekki hafi verið gefinn nægilegur fyrirvari til kosningu nýs formanns.

En Arnar Þór hefur vakið athygli að undanförnu fyrir skrif sín um transfólk, covid-bóluefni, loftslagsmál og tekið stöðu með andstæðingum.

„Vonandi verður þessi leiði og óheppilegi atburður til þess að allir læri af honum,“ sagði í lok færslunnar.

Fjarlægð án skýringa

Nokkur umræða spannst við færsluna á meðal kennara og var sumum augljóslega heitt í hamsi. Var sagt að þetta væri leikrit og að Helga Dögg hefði ekki stuðning kennara í félaginu. Eftir nokkra klukkutíma var færslunni svo eytt án skýringa. Engin önnur færsla hefur birst hjá félaginu síðan þá.

DV hefur reynt að ná í fólk vegna málsins en ekki haft erindi sem erfiði.

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandins, er staddur erlendis og segist ekki hafa mikla snertingu við félagið. Þar séu sér lög og sér verklag sem formaður og félagsmenn svara fyrir.

Ekki náðist í Mjöll Matthíasdóttur formann Félags grunnskólakennara, sem er einnig erlendis, en hún er jafn framt kennari á Húsavík og félagi í BKNE. Ekki hefur heldur náðst í nýjan formann, Hönnu Dóru Markúsdóttur, ef hún er þá formaður félagsins yfir höfuð. Upplýsingar um aðra stjórnarmenn liggja ekki fyrir hjá Kennarasambandinu.

Á þessari stundu liggur því ekki fyrir hvort að fundurinn þann 5. október hafi verið ólöglegur eða hvort að færslan hafi verið misheppnuð tilraun til þess að reyna að snúa kosningunni við.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks