fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Skaðabótamál eftir örlagaatvik á Nýbýlavegi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 25. október 2023 18:30

Frá Nýbýlavegi. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarið 2018 lenti kona í umferðarslysi á Nýbýlavegi er hún var farþegi í aftursæti bíls sem bakkað var á miklum hraða eftir götunni þar til ökumaðurinn missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að bíllinn lenti uppi á gangstéttarkanti, fór utan í staur og snerist hálfhring.

Konan sat í aftursæti í bílnum og skall hún saman við annan farþega í aftursætinu við áreksturinn, og varð fyrir meiðslum.

Konan hlaut varanlegan skaða af höfuðhögginu og hefur glímt við háls- og bakverki.

Vátryggingafélag Íslands (VÍS) var tryggjandi bílsins. Var það ákvörðun félagsina að greiða konunni aðeins einn þriðja af lögbundnum slysabótum þar sem hún ætti að hluta til sök á tjóni sínu sjálf. Hún var ekki í öryggisbelti í bílnum og ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna. Var það mat tryggingarfélagsins að henni hafi mátt vera kunnugt um ástand ökumannsins áður en hún settist upp í bílinn.

Greiddi VÍS konunni einn þriðja af bótafjárhæðinni en konan stefndi félaginu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og krafðist tæplega 6,4 milljóna í bætur.

Héraðsdómur sýknaði VÍS af kröfum konunnar en málskostnaður fellur niður. Í niðurstöðu dómsins segir meðal annars:

„Að öllu framangreindu virtu sem nú hefur verið rakið þykir stefnandi, með því að setjast upp í bifreið með ökumanninum, þrátt fyrir að henni hafi ekki getað dulist að
ökumaðurinn væri undir áhrifum ávana- og fíkniefna, hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi sem valdi því að hún beri að hluta til ábyrgð á tjóni sínu sjálf. Það að stefnandi var ekki með öryggisbelti spennt telst hins vegar ekki vera stórfellt gáleysi og leiðir ekki eitt og sér til skerðingar bóta, þótt líklegt sé að þetta hafi aukið á tjón stefnanda. Er þannig ekki þörf á að fjalla sérstaklega um þá málsástæðu stefnanda að tilvísun stefnda hvað þetta varðar sé of seint fram komin.“

Dóminn má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

„Slæmt að sjá unga vinsæla tónlistarkonu nota reykingar sem sjálfsagðan hlut í sínu efni“

„Slæmt að sjá unga vinsæla tónlistarkonu nota reykingar sem sjálfsagðan hlut í sínu efni“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögreglan neyddi Simon til að gefa falskan vitnisburð: „Þremur vélbyssum var miðað á höfuðið á mér“

Lögreglan neyddi Simon til að gefa falskan vitnisburð: „Þremur vélbyssum var miðað á höfuðið á mér“
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna með óvænta skoðun á styttingu atvinnuleysisbótatíma – „Nú verð ég sennilega drepin“

Sólveig Anna með óvænta skoðun á styttingu atvinnuleysisbótatíma – „Nú verð ég sennilega drepin“
Fréttir
Í gær

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“
Fréttir
Í gær

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Í gær

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar