fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Hélt hnífi upp að hálsi pilts við grunnskólann á Borgarnesi og sparkaði í klof lögreglumanns

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 25. október 2023 14:29

Ein árásin átti sér stað fyrir utan grunnskólann á Borgarnesi. Mynd/Borgarbyggð

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir ungir piltar hafa verið ákærðir fyrir ofbeldi og hnífaárásir á Akranesi og Borgarnesi. Annar þeirra er ákærður fyrir að hafa haldið hnífi upp að hálsi pilts við grunnskólann á Borgarnesi.

RÚV sagði fyrst frá.

Aldur piltanna er ekki uppgefinn í ákæru en sumir gerenda og brotaþola eru undir 18 ára aldri. Í ákærunni eru tíundaðar árásir sem piltarnir tveir eiga að hafa framið bæði saman og í sitt hvoru lagi á Akranesi og Borgarnesi.

Margar árásir

Saman hafi þeir veist að ungum manni við Jaðarsbraut á Akranesi í júlí á síðasta ári. Annar piltanna hafi slegið manninn tvisvar í höfuðið með glerflösku en hinn kýlt hann fjórum sinnum í andlit.

Annar piltanna er sakaður um að hafa kýlt mann fyrir utan Gamla Kaupfélagið á Akranesi í september á síðasta ári. Sá fékk heilahristing og eymsli við að bíta saman tönnum.

Sá piltur er einni sakaður um að hafa haldið hnífi við háls pilts við grunnskólann á Borgarnesi í apríl í fyrra. Að sögn saksóknara óttaðist brotaþoli um líf sitt.

Sparkaði í andlit og klof löggu

Hann er einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni. Það er að hafa hrint lögreglumanni, sparkað tvisvar í andlit hans í lögreglubíl og í klof hans á lögreglustöðinni. Þá hafi hann einnig hótað lögreglumönnum ofbeldi og lífláti.

Hinn pilturinn er sakaður um að hafa kýlt mann við skemmtistaðinn Útgerðina á Akranesi í október á síðasta ári. Brotaþoli hlaut mar og skurð undir auga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum