fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Páll Samúelsson er látinn

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. október 2023 07:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Breiðdal Samú­els­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Toyota hér á landi, er látinn 94 ára að aldri. Páll lést á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka aðfaranótt laugardags.

Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag.

Páll fæddist á Siglufirði 10. september 1929 þar sem hann bjó fyrstu árin. Hann flutti til Reykjavíkur þar sem hann sneri sér að viðskiptum. Var hann hluthafi í Japönsku bifreiðasölunni hf. ásamt tengdaföður sínum, Boga Sigurðarsyni, og keypti hann síðar allt fyrirtækið.

Páll flutti fyrsta Toyota-bílinn til Íslands og seldi árið 1965 en fimm árum síðar, árið 1970, var P. Samúelsson ehf. stofnað en það hafði umboð fyrir Toyota á Íslandi. Páll og fjölskylda hans seldu reksturinn árið 2005.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Páls er Elín Sigrún Jó­hann­es­dótt­ir. Börn­in eru Jón Sig­urður, fæddur 1953, versl­un­ar­maður; Bogi Óskar, fæddur 1962, viðskipta­fræðing­ur, og Anna Sig­ur­laug, fædd 1974.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm