fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Ögmundur segir bandarísk stjórnvöld koma í veg fyrir lok stríðsins í Úkraínu

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 19. október 2023 22:00

Ögmundur Jónasson Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta snýst um að veikja Rússland og þessi skýrsla snýst um hvernig á að teygja Rússland þannig að þeir hætti að ráða við stöðuna. Þeir [Bandaríkjamenn] kalla þetta þeirra eigið staðgengilsstríð (e. proxy war),“

segir Ögmundur Jónasson fyrrum ráðherra og þingmaður um áfangaskýrslu Bandaríkjamanna sem kom út tveimur árum fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Ögmundur sem er nýjasti viðmælandi Frosta Logasonar í þætti hans Spjallið segir frá því hvernig bandarísk stjórnvöld hafi á undanförnum árum unnið leynt og ljóst að því að egna Rússa til stríðsins sem nú geisar í Úkraínu. Innrásin hafi sannarlega ekki verið tilefnislaus.

„Tveimur árum fyrir innrásina birta þeir áfangaskýrslu um hvað eigi að gera og þeir segja í þessari áfangaskýrslu að Bandaríkin eigi að grípa til aðgerða, millifyrirsagnirnar tala sínu máli, aðgerð eitt hindra olíuútflutning þeirra, tvö minnka gasútflutning og hindra uppbyggingu flutningsleiða, þrjú koma á efnahagsrefsiaðgerðum, fjögur auka rússneskan atgervisflótta. Og svo þessar geópólitísku aðgerðir þá segja þeir, aðgerð eitt veita Úkraínu vopnaaðstoð, aðgerð tvö auka stuðning við sýrlenska uppreisnarmenn, aðgerð þrjú stuðla að valdaskiptum í Hvíta-Rússlandi, aðgerð fjögur nýta spennuna í kákasuslöndum, fimm draga úr aðgerðum Rússlands í Mið-Asíu, aðgerð sex skora Rússland á hólm í Moldavíu.“

„Þetta miðar allt að því að veikja Rússland?“ spyr Frosti sem Ögmundur játar.

„Þeir [Bandaríkjamenn] eiga alla vega drjúgan þátt í því og eru sannanlega að koma í veg fyrir að þessu stríði ljúki.“

Segir Ögmundur að heimildir séu um að í mars í fyrra hafi samkomulag verið að nást sem Úkraínumenn voru að fallast á. „Þegar þetta var að ganga í gegn þá stöðvuðu Bandaríkjamenn það og hvernig get ég fullyrt það?“ segir Ögmundur og vísar til orða þáverandi forsætisráðherra Ísraela, Naftali Bennett. „Hann fullyrti þetta í fjölmiðlum að hann hafi verið ósammála en Bandaríkjamenn hafi stöðvað friðarprósessinn.

Við þurfum að horfa á það raunsætt að þetta eru öflin sem eru að koma í veg fyrir að þessu stríði ljúki. Það er bara staðreynd og þar stilla íslendingar sér upp líka. Það skal takast að stýra okkur öllum í ákveðinn farveg.“

Horfa má á þáttinn í heild sinni á brotkast.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir