fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Heimir bjó lengi á Englandi: Bankarnir þar hefðu aldrei komist upp með það sama og hér – „Þetta er algjört hneyksli“

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 19. október 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég ætla að taka undir með þér þar vegna þess að nú bjó maður næstum því í heilan áratug í öðru landi. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða það að bankar hefðu aldrei komist upp með það sem þeir leyfa sér hér án þess að stjórnmálamenn hefðu komið fram og mótmælt.“

Þetta sagði Heimir Karlsson, þáttastjórnandi Bítisins á Bylgjunni, í morgun þegar lánaumhverfið hér á landi var til umræðu.

Benti á sláandi dæmi

Jón Norðfjörð, fyrrverandi framkvæmdastjóri, var gestur Bítisins og ræddi þar grein sem hann skrifaði í Morgunblaðið um helgina – og DV gerði skil á mánudag – en óhætt er að segja að grein hans hafi vakið mikla athygli.

Sjá einnig: Jóni brugðið þegar hann fór að skoða lánin hjá bönkunum og nefnir sláandi dæmi

Jón varpaði þar ljósi á þá gríðarlegu fjármuni sem heimili landsins þurfa að greiða í vexti. Nefndi hann dæmi um slíkt og sagði þetta afleiðingu ótrúlegrar vanrækslu ráðamanna sem láti banka og lánastofnanir fá frelsi til að „okra“ og „ræna“ lántakendur eigum sínum.

Í greininni benti hann á mann sem greiddi 350 þúsund krónur á mánuði af óverðtryggðum lánum, en af þeirri upphæð lækkuðu lánin um fimm þúsund krónur á mánuði. Hann nefndi svo fleiri dæmi.

Annað dæmið sem hann nefndi var af lántakanda sem greiðir 177 þúsund krónur á mánuði, en af þeirri upphæð fara 2.900 krónur til lækkunar á láninu. Enn annað dæmið var af lántakanda sem greiðir 240 þúsund krónur á mánuði og af þeirri upphæð fara 6.100 krónur til lækkunar á láninu.

Sendi greinina á alla þingmenn

Jón sagði í Bítinu að viðbrögðin við greininni hafi verið mikil og greinilegt sé að margir þjást.

„Ég sendi greinina á ríkisstjórnina og alla þingmenn bara til að kanna hvort ég fengi svör. Sennilega er ríkisstjórnin að hugsa málið enn þá, ég hef ekki fengið svör frá þeim en ég hef fengið svör frá nokkrum þingmönnum og það er athyglisvert að það er lítið um ráð,“ sagði Jón sem var spurður hvers eðlis svörin væru sem þó hefðu komið.

„Það er talað um verðbólgu náttúrulega sem höfuðorsök. Menn eru að tala um að evra í stað krónu gæti kannski leyst málin. Einn svaraði mér því að bönkunum væri skylt að hækka vexti og ef það er þannig þá þarf löggjafinn að breyta því. Ef bönkunum er þetta skylt þá er samkeppnin engin.“

Engin lög sem banna okur

Heimir las svo upp brot úr greininni þar sem Jón sagði augljóst að bankir fái átölulaust að okra og níðast á fólki án þess að ráðamenn grípi inn í. Heimir rifjaði þá upp að hann hefði búið erlendis lengi, Englandi nánar til tekið, og fullyrðir hann að bankar þar hefðu aldrei fengið að haga sér með þessum hætti án þess að fá að heyra það.

„En hér er eins og það sé takmarkaður áhugi stjórnmálamanna á Alþingi til þess að taka á þessu máli fyrir hönd fólksins,“ bætti hann við.

Jón tók undir það og sagði engu líkara en að stjórnmálamenn hefðu ekki dug í sér til að gera eitt eða neitt í þessum málum. „Við skulum athuga það að í þessum mánuði eru 15 ár frá bankahruninu og það er eins og ráðamenn hafi ekkert lært. Það er svo magnað […] Þetta er auðvitað engin hemja. Þetta er bara okur af verstu gerð og ég kannaði nú hvort það væru einhver lög sem bönnuðu okur og þau finnast ekki. Hérna á árum þá var okur lögbrot og menn voru dæmdir fyrir okurlánastarfsemi.“

Jón sagðist hafa fengið talsverð viðbrögð frá fólki úti í bæ, bæði símtöl og skilaboð. Hann tók þó fram að hann væri ef til vill ekki í aðstöðu til að gera mikið í þessu en kvaðst vona að einhver tæki umræðuna áfram. Bætti hann við að honum liði eins og fólk hefði verið leitt í gildru. Heimir greip þá boltann og lofti og sagði:

„Maður spyr sig hreinlega, Jón, fyrir hverja er verið að stjórna? Ekki fólkið í landinu held ég. Það er tími til kominn að stjórnmálamenn taki nú á þessu vandamáli í eitt skipti fyrir öll. Þetta er algjört hneyksli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Í gær

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Í gær

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“