fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Jóni brugðið þegar hann fór að skoða lánin hjá bönkunum og nefnir sláandi dæmi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. október 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hvet ráðamenn þjóðar­inn­ar til að taka strax á mál­inu og bregðast ekki skyldu sinni með því að leiða þetta hjá sér.“

Þetta sagði Jón Norðfjörð, fyrrverandi framkvæmdastjóri, í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu um helgina og vakti nokkra athygli.

Í grein sinni fjallar Jón um lánin hjá bönkunum og þá gríðarlegu fjármuni sem heimili landsins þurfa að greiða í vexti. Jón segir að þetta sé afleiðing ótrúlegrar vanrækslu ráðamanna og segir hann að bankar og aðrar lánastofnanir fái algjört frelsi til að „okra“ og „ræna“ lántakendur eigum sínum á þess að gripið sé inn í.

Brá þegar hann hlustaði á útvarpið

„Mér brá ónota­lega þegar ég heyrði mann segja frá því í út­varpsþætti að hann greiddi 350 þúsund krón­ur á mánuði af óverðtryggðum lán­um sín­um og af þeirri upp­hæð sagði hann lán­in lækka um fimm þúsund krón­ur á mánuði. Þetta þýðir að maður­inn greiðir 4,2 millj­ón­ir króna á ári af lán­un­um en þau lækka aðeins um 60 þúsund krón­ur af þeirri upp­hæð. Sem sagt: bank­inn fær 98,57% af upp­hæðinni en greiðand­inn fær 1,43% í sinn hlut. Get­ur það verið að stjórn­völd á Íslandi láti svona ræn­ingja­starf­semi líðast án þess að gera eitt­hvað í mál­inu? Ég ákvað að kanna málið bet­ur og fékk upp­lýs­ing­ar frá nokkr­um aðilum sem sýna að þessi fram­koma bank­anna á al­gjör­lega við rök að styðjast. Ég er með nokk­ur dæmi um óverðtryggð lán, en ætla hér aðeins að nefna tvö þeirra,“ segir hann meðal annars.

Annað dæmið sem hann nefnir er af lántakanda sem greiðir 177 þúsund krónur á mánuði, en af þeirri upphæð fara 2.900 krónur til lækkunar á láninu. Hitt dæmið er af lántakanda sem greiðir 240 þúsund krónur á mánuði og af þeirri upphæð fara 6.100 krónur til lækkunar á láninu.

Getur nefnt fleiri dæmi

„Ég ætlaði ekki að trúa mín­um eig­in aug­um þegar ég fór að skoða þessi mál bet­ur. Ég er með fleiri svipuð dæmi en læt þessi nægja núna til að lengja ekki mál mitt um of. Get­ur verið að ráðamenn þjóðar­inn­ar sjái ekki hvað er að ger­ast? Aug­ljóst er að bank­ar fá átölu­laust að okra og níðast á fólki án þess að ráðamenn grípi inn í. Þetta er í mín­um huga ræn­ingja­starf­semi af verstu gerð,“ segir hann.

Hann endar grein sína á þeim orðum að það ætti að vera hægt að skylda lánastofnanir til að skila til baka til greiðenda hluta vaxtaupphæðarinnar í formi vaxtabóta sem gengi beint inn á höfuðstól lán.

„Það er mun eðli­legra að bank­arn­ir skili til baka en að láta rík­is­sjóð greiða vaxta­bæt­ur til fólks og létta þannig und­ir með bönk­un­um í þess­ari óheilla ok­ur­starf­semi. Ég hvet ráðamenn þjóðar­inn­ar til að taka strax á mál­inu og bregðast ekki skyldu sinni með því að leiða þetta hjá sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“