fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Ákærðir fyrir að flytja uppstoppaða fugla frá Íslandi – Gætu átt 20 ára dóm yfir höfði sér

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 19. október 2023 11:00

Smygl með íslenska fálka er ekki nýtt af nálinni. Enda glæsilegur fugl. Mynd/Þórir Kjartansson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir menn, John Waldrop og Toney Jones, hafa verið ákærðir í borginni New York í Bandaríkjunum fyrir ólöglegan flutning á uppstoppuðum fuglum og eggjum. Um er að ræða hundruð friðaðra fugla, meðal annars frá Íslandi.

Waldrop og Jones, sem eru 74 og 53 ára gamlir, notuðu ýmsar vefsíður til að kaupa fuglana. Til dæmis Ebay og Etsy. Í að minnsta kosti eitt skipti, árið 2020, fluttu þeir fugla sjálfir inn með flugvél.

Auk hundruð fugla keyptu þeir þúsundir eggja friðaðra fugla. Saksóknari krefst upptöku á samtals 779 fuglshræjum og 2594 eggjum.

„Út frá hagsmunum Bandaríkjanna og heimsins er mikilvægt að framfylgja alríkislögum og alþjóðlegum sáttmálum sem vernda fugla í útrýmingarhættu fyrir þeim sem vilja hagnast á þeim eins og sakborninganna í þessu máli,“ sagði Breon Peace, saksóknari í málinu.

Vonast er til þess að málið sendi skýr skilaboð til þeirra sem vilja hagnast á smygli og sölu með ólöglegar dýraafurðir.

Hörð viðurlög

Auk Íslands komu fuglarnir til dæmis frá Þýskalandi, Ítalíu, Rússlandi, Suður Afríku, Möltu og Úrúgvæ.

Mennirnir fluttu meðal annars inn ránfugla á borð við fálka, erni og uglur. Líklegast verður að teljast að eitthvað af þeim fuglum hafi komið frá Íslandi.

Einnig fluttu mennirnir inn ýmsar tegundir kanarífugla, páfagauka, hrægamma, anda, gæsa, máva og spörfugla.

Að sögn talsmanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins er þessi innflutningur brot á dýra og tollalögum. Auk þess eru Waldrop og Jones ákærðir fyrir peningaþvætti fyrir að senda peninga til annarra landa til að geta fjármagnað smygl á fuglshræjum.

Verði Waldrop og Jones sakfelldir gætu þeir átt allt að 20 ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Einnig sekt upp á 250 þúsund dollara, eða 35 milljónir króna.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð