fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Vilja ekki að Reykjanesbær greiði fyrir auka strætisvagn vegna flóttafólks – 7 milljónir á mánuði

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 18. október 2023 20:30

Fjölga þarf ferðum milli Keilis og Reykjavíkur vegna fjölda flóttafólks.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í minnihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hafa mótmælt því að bæjarsjóður greiði fyrir auka strætisvagn vegna mikils fjölda flóttafólks. Kostnaðurinn er 7 milljónir króna á mánuði.

„Okkur finnst algjörlega fáránlegt að Reykjanesbær eigi að bera þennan kostnað,“ segir Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn. Hún og tveir aðrir fulltrúar flokksins bókuðu mótmæli við áætlununum á fundi bæjarstjórnar í gær, þriðjudag, en samþykktu þó áætlunina. Margrét segir að um hafi verið að ræða almannaþjónustu sem ekki hægt var að skerða.

Vagnarnir yfirfullir

Um er að ræða tímabundinn aukavagn á leið R3, sem gengur á milli Keilis og Njarðvíkur, sem mun keyra til aprílloka.

„Ef þessi aukavagn væri vegna íbúafjölgunar Reykjanesbæjar þá yrði þessu ekki hætt 30. apríl. Þá væri strætókerfið endurskoðað til frambúðar. Þá væri þetta þjónusta við bæjarbúa,“ segir Margrét. Þetta sé hins vegar augljóslega gert vegna mikils fjölda fólks sem hafi sótt um alþjóðlega vernd og dvelji á Ásbrú.

Margrét segir ófremdarástand í strætisvagnamálum vegna fjöldans. Vagnarnir hafi verið orðnir yfirfullir og því hafi þurft að bæta við. „Þetta eru viðbótarvagnar til að anna þessum brjálæðislega fjölda sem er þarna,“ segir hún. Þessir aukavagnar verði vitaskuld ekki sérstaklega merktir fólki sem sækir um alþjóðlega vernd en fjöldi þeirra sé klárlega ástæðan fyrir þessari breytingu.

Ríkið neitar að borga

Komið hefur fram að flóttafólk noti strætisvagna mikið til þess að sækja virkniúrræði og stunda nám í íslensku. Í kringum 1500 flóttamenn búa á Ásbrú.

Það sé hins vegar ekki rétt að kostnaðurinn af þessu falli á sveitarfélagið. Ríkið hefur keypt 1100 strætókort og hyggst ekki gera meira.

„Ríkið neitar að borga og segir að búið sé að kaupa strætókort. En við höfum sagt að strætókortin eru niðurgreidd. Þau eru mjög ódýr og þú ert í raun ekki að borga þessa þjónustu með þeim,“ segir Margrét.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segja Rauðagerðismálið kalla á breytingar

Segja Rauðagerðismálið kalla á breytingar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum
Fréttir
Í gær

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Í gær

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

UNiO er ný stafræn markaðsstofa

UNiO er ný stafræn markaðsstofa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“