Samkvæmt fréttum erlendra fjölmiðla var hann skotinn til bana á kaffihúsi í Schaerbeek-hverfinu þar sem hann bjó.
VRT hefur eftir Annelies Verlinden, innanríkisráðherra Belgíu, að enn eigi eftir að staðfesta endanlega að umræddur maður hafi skotið Svíana. Hún sagði að lögreglan hafi fundið skotvopnið, sem Svíarnir voru skotnir með, á manninum.