fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Starfsfólk MAST reyni að taka tillit – Mjólkursöluleyfi ekkjunnar Helgu afgreitt fljótt

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 16. október 2023 15:00

Helga Björg sagði frá því að hafa verið látin undirgangast úttekt eftir að Guðjón maður hennar lést. Eins og hún hefði ekki verið hluti af búskapnum í tíu ár.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælastofnun (MAST) hefur gefið út yfirlýsingu í kjölfar frétta af ekkjunni og bóndanum Helgu Björgu Helgadóttur, sem var gerð úttekt hjá eftir andlát mannsins hennar. Helga sagði hræðilegt að hafa þurft að ganga í gegnum þessa úttekt á þessum tíma og hún hafi hugsað um að hætta búskap.

„Vegna umfjöllunar um erfiðleika ekkju við að fá mjólkursöluleyfi er rétt að taka fram að í þeim tilfellum þar sem annað hjóna/sambúðafólks er skráð fyrir leyfi til mjólkursölu og sá aðili fellur frá þarf að gefa út nýtt leyfi,“ segir í yfirlýsingunni sem birt var á vef MAST í dag.

Brugðist fljótt við

Í þeim tilfellum þar sem almenn fjósaskoðun hafi ekki farið fram nýlega sé hún gerð samhliða þessum breytingum. Reglubundnar eftirlitsheimsóknir séu hluti af reglubundnu eftirliti MAST með kúabúum.

Sjá einnig:

Helga stóð í ströngu eftir að eiginmaður hennar lést í slysi – „Eins og ég hefði ekki verið hluti af búskapnum“

„Nánast undantekningarlaust er mjólkursöluleyfi gefið út á þann aðila sem tekur við búskapnum en fram að þeim tíma er mjólk lögð inn á dánarbú viðkomandi aðila. Í þessu tilviki var eftirlit framkvæmt daginn eftir að umsókn barst og mjólkursöluleyfi veitt,“ segir MAST.

Kalli á breytt fyrirkomulag

Þetta mál sýni þó að hugsanlega sé rétt að breyta fyrirkomulaginu á skráningunni. „Í kjölfar umfjöllunar sem þessarar er rétt að taka til skoðunar hvort réttara væri að þeir aðilar sem standa að leyfisskyldri framleiðslu skulu allir vera skráðir sem leyfishafar til að auðvelda umskipti sem þessi.“

Bent er á að eftirlitsfólk MAST sé þjálfað fagfólk á sínu sviði og það reyni að taka tillit til þeirra aðstæðna sem eftirlitsþegar eru í. Meginmarkmiðið sé þó ávalt að sinna skyldum sínum gagn vart hlutverkum stofnunarinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd