fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Afsögnin kom á óvart – Eitthvað meira hljóti að liggja að baki

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 10. október 2023 15:30

Afsögn Bjarna kom stjórnmálafræðingunum í opna skjöldu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afsögn Bjarna Benediktssonar kom þeim stjórnmálafræðingum sem DV ræddi við mjög á óvart. Fari Bjarni úr stjórnmálum verður stjórnarsamstarfið erfiðara.

Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst, segir að það hljóti að liggja eitthvað annað að baki ákvörðun Bjarna en álit Umboðsmanns Alþingis um bankasöluna. Eitthvað viðameira pólitískt mat á stöðu ríkisstjórnarinnar eða persónulegt mat.

„Álit Umboðsmanns Alþingis hafa ekki áður leitt til afsagnar ráðherra og því er blað brotið. Í seinni tíð hefur það aukist að ráðherrar hafa sagt af sér en í sjálfu sér er ekkert sem segir að Bjarni Benediktsson hefði ekki getað staðið þetta af sér. Það er ekkert í áliti Umboðsmanns eða umræðunni sem segir að þetta hafi verið nauðsynleg ákvörðun,“ segir Eiríkur.

Bjarni gæti krýnt Þórdísi

Þetta gæti verið skref í þá átt að Bjarni hverfi á brott úr stjórnmálum. Hann gæti haft stólaskipti við Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra.

„Þar með krýnir hann Þórdísi í raun sem arftaka sinn,“ segir Eiríkur. Bjarni gæti setið sem utanríkisráðherra, sem formaður Sjálfstæðisflokksins eða ekki.

Eftirtektarvert sé hversu margar spurningar hann skilji eftir ósvaraðar.

„Hann girðir ekki fyrir neitt í þeirri umræðu sem fer af stað. Það er eftirtektarvert,“ segir Eiríkur. „Yfirleitt reyna menn sem eru búnir að ákveða einhverja tiltekna niðurstöðu að girða fyrir umræðu sem getur leitt annað. Núna fer fram umræða sem getur þess vegna leitt til þess að boðað verði til snemmbúinna kosninga.“

Ekki sé hægt að fullyrða að stjórnin falli út af þessu en hún sé brothættari og veikari á eftir. Samstarf formannanna þriggja hafi verið límið til þessa.

Ekkert sem bendir til stjórnarslita

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, nefnir einnig að samstarf formannanna Bjarna, Katrínar Jakobsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar sé límið í ríkisstjórninni. Fari Bjarni sitji hún veikari eftir. Það sé þó ekkert á þessari stundu sem bendi til þess.

„Það er hugsanlegt að Bjarni fari í annað ráðuneyti og stjórnin haldi áfram. Það er líklegast en önnur atburðarás gæti spilast sem gæti leitt til stjórnarslita. En það er ekkert í kortunum í augnablikinu sem bendir sérstaklega til þess,“ segir Ólafur.

Ólafur segir afsögnina veruleg tíðindi í íslenskum stjórnmálum. Megi segja að verið sé að setja fordæmi fyrir aukinni ráðherraábyrgð.

Sjá einnig:

Orðið á götunni:Snjöll pólitísk flétta Bjarna setur allt í uppnám – Hvað gæti gerst næst?

„Þetta er nýtt í íslenskri pólitík. Þó að svona mál hefði leitt til afsagnar ráðherra á hinum Norðurlöndunum þá hefur það ekki verið hefðin hér,“ segir hann.

Ómögulegt sé að segja hvort að Bjarni sé á útleið en ekkert bendi til þess í augnablikinu. „Hann gæti hugsað sér til hreyfings eftir næstu kosningar. Sérstaklega ef Sjálfstæðisflokkurinn lendir í stjórnarandstöðu,“ segir Ólafur.

Skiptir máli hvernig fólk bregst við

Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir erfitt að segja til um hvernig málin þróast á meðan hlutirnir eru að gerast hratt.

„Það skiptir máli hvernig hans eigin flokksmenn bregðast við og það skiptir máli hvernig samstarfsflokkarnir bregðast við,“ segir hún.

Nokkrar sviðsmyndir séu uppi. Ein er sú að Bjarni missi stuðning flokksmanna sinna og þurfi að segja af sér sem formaður. Önnur er að litið sé svo á að hann sé að taka ábyrgð og hann styrki sína stöðu og stöðu ríkisstjórnarinnar.

„Hann er ósammála niðurstöðu Umboðsmanns en virðir hana,“ segir Eva. Hún segir engin augljós merki um að ríkisstjórnin sé að falla. Það eina sem hún hafi heyrt eru þreyfingar um stólaskipti Bjarna og Þórdísar. „Ef fjármálaráðuneytið verður áfram í höndum Sjálfstæðisflokksins gerir maður ekki ráð fyrir að það hafi mikil áhrif á fjárlagafrumvarpið,“ segir hún.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Í gær

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna