fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fréttir

Nánast útilokað að starfsemi Salarins verði boðin út

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 5. október 2023 15:33

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, segir það rangt að bæjarstjórn hafi áform um að bjóða úr rekstur Salarins. Sú leið hafi komið til tals en sé nánast útilokuð.

Eins og DV greindi frá fyrr í dag hafa Klassís, félag klassískra söngvara, og klassísk tónlistardeild Félags íslenskra hljómlistarmanna lýsti yfir þungum áhyggjum af því að starfsemin verði boðin út. Fjórir flokkar í minnihluta bæjarstjórnar tóku undir þessar áhyggjur.

Ásdís segir um misskilning að ræða. „Engin ákvörðun hefur verið tekin um að úthýsa rekstri Salarins en stjórn Klassís virðist hins vegar draga þá ályktun, án þess að kynna sér málið,“ segir hún.

Segir hún að bæjarstjórn hafi vissulega áform um að efla enn frekar menningarstarfið í bænum. Einn liður í því sé að kortleggja með hvaða hætti unnt sé að styrkja enn frekar starfsemi Salarins.

Sjá einnig:

Ólga vegna væntanlegs útboðs Salarins í Kópavogi – „Þetta mun enda sem skemmtistaður“

„Áform eru um að skipa starfshóp til að skoða möguleika á að efla starfsemina þótt útvistun hafi vissulega verið nefnd í því samhengi, að skoða kosti þess og galla, hefur hins vegar ekkert komið fram sem bendir til þess að sú leið verði farin og nánast útilokað,“ segir Ásdís.

Nú sé verið að auglýsa eftir nýjum forstöðumanni og með honum verður stefna Salarins mótuð áfram.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Birgir Örn segir hægt að afstýra mörgum kynferðisbrotum með einföldum hætti – „Hennar vilji er alltaf mikilvægari en þín mínútugredda“

Birgir Örn segir hægt að afstýra mörgum kynferðisbrotum með einföldum hætti – „Hennar vilji er alltaf mikilvægari en þín mínútugredda“
Fréttir
Í gær

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn Örn lést vegna hitaslags á Spáni – „Strákurinn sem gaf ljós og gleði alls staðar þar sem hann kom“

Kristinn Örn lést vegna hitaslags á Spáni – „Strákurinn sem gaf ljós og gleði alls staðar þar sem hann kom“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum