fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Rússar hækka verð vegabréfsáritana frá Evrópu þó enginn vilji koma

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 4. október 2023 10:00

Vegabréfsáritunin til Rússlands mun rjúka upp í verði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneska þingið hefur samþykkt frumvarp utanríkisráðuneytisins um að hækka verð á vegabréfsáritunum frá borgurum ESB og EFTA. Þetta er svar við ákvörðun Evrópuríkja um að rifta öllum samningum við Rússa um einfaldar áritanir.

Samkvæmt frumvarpinu munu áritanir nú kosta á bilinu 7 til 43 þúsund krónur. Fer það eftir því hversu mikið liggur á að fá áritunina. Í dag kosta áritanir fyrir Evrópubúa á bilinu 5 til 10 þúsund.

Gilda þessar reglur fyrir borgara allra 27 ríkja Evrópusambandsins, Íslands, Noregs, Liktenstein og Sviss.

Fáir fara til Rússlands

Rússneski ferðamannaiðnaðurinn hefur mótmælt ákvörðuninni. Alexander Kurnosov, varaforseti félags rússneskra ferðaskrifstofa, sagði að reglurnar væru glórulausar. Það væri hvort eð er nánast enginn að koma frá Evrópu til Rússlands.

Mörg Evrópulönd hafa hamlað mjög ferðum til og frá Rússlandi eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar í fyrra.

Íslendingar og fleiri lönd hafa meðal annars bannað rússneskar flugvélar í sinni lofthelgi og sett á hafnbann á rússnesk skip. Finnar, Norðmenn, Pólverjar og Eystrasaltslöndin hafa bannað rússneskum bifreiðum að keyra yfir landamærin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum