fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Hundruð undirskrifta safnast gegn skipulagi Arnarlands í Garðabæ

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 2. október 2023 13:00

Hverfið verður mun háreistara en hverfin í kring. Þarna verða meðal annars níu hæða turnar. Mynd/Garðabær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

250 íbúar í Akrahverfi í Garðabæ hafa skrifað undir lista gegn skipulagi tengdu fyrirhuguðu heilsuhverfi í Arnarlandi. Hið nýja hverfi verður tengt inn í Akrahverfi og Borgarlínan mun keyra í gegnum bæði hverfin.

„Við íbúar Akrahverfis í Garðabæ mótmælum harðlega fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi hverfisins þar sem umferð frá Arnarlandi er beint inn í hverfið okkar um undirgöng undir Arnarnesveg,“ segir í upphafi tilkynningar sem fylgir undirskriftalistanum.

Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 250 manns skrifað undir listann. Fresturinn til að skila inn athugasemdum var framlengdur þangað til í dag, 2. október.

„Jafnframt mótmælum við eindregið hugmyndum um að borgarlína liggi um undirgöngin og annarri akandi umferð undir Arnanesveg yfir í Akrahverfið. Fyrirhugaðar breytingar eins og þær hafa verið kynntar munu að okkar mati skapa öngþveiti í umferðarmálum á einu götunni inn og út úr hverfinu og skerða verulega gæði Akrahverfis. Við skorum á bæjaryfirvöld að leita skilvirkari og öruggari lausna fyrir umferð til og frá Arnarlandi,“ segir í tilkynningunni.

Sjá einnig:

Reiði út af nýju heilsuhverfi í Garðabæ – „Garðabær stelur Kópavoginum frá Kópavogsbúum“

DV fjallaði um fyrirhugaða uppbyggingu í síðasta mánuði. En í hverfinu, sem mun standa á svokölluðum Arnarneshálsi, eiga að rísa 500 íbúðir, verslun, veitingastaðir og nokkur heilsufyrirtæki. Íbúðirnar eru hugsaðar fyrir fólk 50 ára og eldra.

Allt að níu hæða turnar

Auk þess sem íbúar Akrahverfis í Garðabæ hafa miklar áhyggjur af auknum umferðarþunga vegna skipulagsins hafa íbúar Smárahverfis í Kópavogi áhyggjur af umferð og minnkandi útsýni. Skipulagið var aldrei kynnt fyrir íbúum Smárahverfis þrátt fyrir að Arnarland standi þar við hliðina á og skyggi á útsýni yfir Kópavoginn.

Hið nýja hverfi verður mjög þétt og þar verða reistar allt að níu hæða byggingar. Mun hverfið því verða mun háreistara en hverfin í kring, það er Smárahverfi, Akrahverfi og Arnarneshverfi.

Arnarland mun einnig hafa mikil áhrif á umferð um Smárahverfi en rúmlega 80 prósent umferðarinnar frá hverfinu mun fara um Fífuhvammsveg.

Garðabær hefur ekki svarað fyrirspurn DV um málið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“
Fréttir
Í gær

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna
Fréttir
Í gær

Ný rannsókn sýnir að andlitsgrímurnar úr covid faraldrinum eru „tifandi tímasprengja“

Ný rannsókn sýnir að andlitsgrímurnar úr covid faraldrinum eru „tifandi tímasprengja“
Fréttir
Í gær

Veistu hvað það eru margir maurar í heiminum? – Þeir eru mjög margir

Veistu hvað það eru margir maurar í heiminum? – Þeir eru mjög margir