fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

Á þriðja tug látnir – „Dularfullur morðfaraldur“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. janúar 2023 05:40

Er hann dauðvona? Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrap út um sjúkrahúsglugga, hjartaáfall, hrap niður fjallshlíð, hrap niður stiga og sjálfsvíg. Þetta eru bara nokkrar af þeim dánarorsökum sem hafa verið gefnar upp fyrir rúmlega 20 rússneska olígarka sem hafa látist síðasta árið. Við þetta má bæta dauðsföllum háttsettra herforingja.

Flestir olígarkanna lifðu í velmegun og voru með gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu  og lífvörslu. Þetta eykur einmitt á undrun margra á af hverju þeir dóu við dularfullar kringumstæður.

Margir hinna látnu tengdust Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, eða innsta hring hans og sumir höfðu starfað í Kreml. Sumir höfðu verið gagnrýnir á innrásina í Úkraínu.

„Eitt dauðsfall öðru hvoru á þessu stigi samfélagsins er kannski ekki svo undarlegt en þegar þau eru mörg, þá byrjar þetta að lykta undarlega. Þetta er dularfullt. Þetta eru milljarðamæringar og þeir eru með lífverði og aðra sem gæta þeirra,“ sagði Jørn Holm-Hansen, sérfræðingur í málefnum Rússlands, í samtali við Dagbladet.

Margir telja að dauðsföllin megi rekja til fyrirmæla frá Pútín og hans fólki um að viðkomandi skyldu myrtir. Einn þeirra er Bill Browder sem var árum saman meðal stærstu erlendu fjárfestanna í Rússlandi. Hann telur að Kremlverjar tengist mörgum af þessum dauðsföllum.

„Þegar fólk í sama bransa deyr svona, þá líkist það að mínu mati, því sem ég vil kalla dularfullan morðfaraldur,“ sagði hann í samtali við ABC News.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum
Fréttir
Í gær

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni
Fréttir
Í gær

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi
Fréttir
Í gær

Verður Grænland yfirtekið með valdi? – Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini

Verður Grænland yfirtekið með valdi? – Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini
Fréttir
Í gær

Guffi bílasali í athyglisverðu viðtali – Hjólar í andstæðinga einkabílsins

Guffi bílasali í athyglisverðu viðtali – Hjólar í andstæðinga einkabílsins