fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Óléttar rússneskar konur streyma til Argentínu – Ein stór ástæða fyrir því

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. janúar 2023 06:06

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar eiga ekki í mörg hús að venda ef þeir vilja fara út fyrir landsteinana. Víða eru þeir óvelkomnir vegna innrásarinnar í Úkraínu. En það á ekki við í Argentínu og það nýta barnshafandi konur sér í miklum mæli.

Í grein í The Guardian kemur fram að rússneskar konur streymi til Argentínu til að geta fætt börn sín þar. Ástæðan er að þau börn sem fæðast í landinu fá sjálfkrafa ríkisborgararétt og því eru börnin með tvöfaldan ríkisborgararétt.

„Þegar við sáum að landamærin í kringum okkur fóru að lokast, vissum við að við þurftum að finna stað sem væri auðvelt að ferðast til. Argentískt vegabréf mun opna margar dyr fyrir barnið mitt,“ sagði Polina Cherepovitskaya í samtali við The Guardian.

Hún varð barnshafandi fljótlega eftir innrásina og fór þá að huga að því að komast úr landi. Þegar hún kom til Argentínu sá hún að fleiri rússneskar konur höfðu fengið sömu hugmynd og hún því á fæðingardeildinni voru átta rússneskar konur í röð á undan henni.

Það er auðvelt fyrir Rússa að komast inn í landið og auðvelt fyrir þá að framlengja 90 daga dvalarleyfi sitt og sækja um landvistarleyfi. Þá er einnig auðveldara að fá argentínskan ríkisborgararétt ef barn umsækjanda fæddist í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Harma að mötuneyti fyrir eldra fólk í Hafnarfirði hafi verið lokað mánuðum saman – „Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð“

Harma að mötuneyti fyrir eldra fólk í Hafnarfirði hafi verið lokað mánuðum saman – „Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð“
Fréttir
Í gær

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla