fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

„Rússland hefur aldrei verið eðlilegt land“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. janúar 2023 06:11

Rússneskir hermenn á ferð. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Alexeev, hagfræðiprófessor, telur að til langs tíma litið geti stríðið í Úkraínu haft jákvæð áhrif á Úkraínu en hins vegar sé framtíð Rússlands, eins og við þekkjum það í dag, ekki björt.

Alexeev, sem fæddist í Rússlandi, gefur ekki mikið fyrir stríðsrekstur Pútíns í Úkraínu og segir stríðið vera „mistök allra sem hlut eiga að máli“.

Newsweek segir að það sé mat Alexeev að til langs tíma litið geti Rússar misst mikið af áhrifum sínum á alþjóðavettvangi vegna stríðsins. „Það eina jákvæða, sem ég get séð í tengslum við þetta stríð, er að kannski rekur það síðasta naglann í kistu rússnesks heimsveldis,“ sagði hann.

Hann sagði að fyrir 20 árum hafi Rússland verið talið vera eðlilegt land með meðaltekjur en því sé hann algjörlega ósammála. „Rússland hefur aldrei verið eðlilegt land og það hefur enn þá sína heimsveldissýn á heiminn. Þessi sýn er hvorki góð fyrir heiminn né Rússland,“ sagði hann og bætti við: „Þess vegna vona ég að þessu hræðilega stríði geti lokið með að Rússland verði eðlilegt land.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ánægja með Eurovision-ákvörðun RÚV og Gunnar Smári skýtur fast á Miðflokksmenn – „Kannski færi best að þetta fólk myndi flýja land“

Ánægja með Eurovision-ákvörðun RÚV og Gunnar Smári skýtur fast á Miðflokksmenn – „Kannski færi best að þetta fólk myndi flýja land“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar