fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Kokkurinn færir sig upp á skaftið – Það eru svikarar innan stjórnarinnar segir hann

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. janúar 2023 07:08

Útlitið er ekki bjart fyrir Yevgeni Prigozhin Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yevgeny Prigozhin, eigandi Wagnerhópsins, málaliðafyrirtækis sem berst við hlið rússneska hersins í Úkraínu, færir sig sífellt upp á skaftið og gerir djarfari árásir á rússnesk stjórnvöld.

Hann ræðst nú beint á stjórn Vladímír Pútíns og segir að innan stjórnarinnar séu aðilar sem vilji að Rússar tapi stríðinu í Úkraínu.

Þetta kemur fram í daglegri stöðufærslu bandarísku hugveitunnar Institute for the Study of War (ISW) sem segir að Prigozhin hafi kvartað undan að yfirvöld hafi ekki lokað fyrir YouTube í Rússlandi og að það sé andstaða við það í hinni pólitísku umræðu.

Hann segir að ástæðan sé að ef lokað verður fyrir YouTube muni það grafa undan tilraunum svikaranna til að endurvekja samskipti og samband Rússlands og Bandaríkjanna eftir að Rússar tapa stríðinu í Úkraínu.

ISW segir að búið sé að koma upp spjallrás í Rússlandi þar sem Prigozhin og aðrir þekktir rússneskir þjóðernissinnar á borð við Igor Girkin geta gagnrýnt Pútín án þess að eiga á hættu að verða refsað fyrir það.

Prigozhin er oft nefndur Kokkur Pútíns vegna ábatasamra samninga sem Pútín færði honum um að sjá um að útvega rússneska hernum mat.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“