fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Braust inn á hótelherbergi og þekktist í myndavélakerfi

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 24. september 2023 09:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bíræfnir einstaklingar brutust inn á hótelherbergi í Hlíðahverfi í nótt. Lögreglan þekkti þá úr eftirlitsmyndavélakerfi og handtók þá skammt frá hótelinu. Málið er í rannsókn að sögn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu lögreglunnar eftir nóttina.

Nokkuð var um innbrot í nótt. Meðal annars var tilkynnt um innbrot í tvær verslanir, önnur þeirra í miðborginni en hin í Múlahverfi. Þá var einnig tilkynnt um innbrot í bíl í Vesturbænum.

Neitaði að gefa upp nafn

Vitaskuld voru mörg verkefni lögreglunnar tengd ölvun á laugardagskvöldi. Á skemmtistað í Vesturbænum var tilkynnt um ölvaðan og æstan einstakling. Var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu þar til rennur af honum áfengisvíman.

Annar ofurölvi einstaklingur var til vandræða á skemmtistað í miðborginni. Neitaði hann að gefa upp nafn og var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Í Breiðholtinu var tilkynnt um ölvaðan mann í anddyri blokkar. Hann hafði hins vegar hypjað sig þegar lögreglu bar að. Þá voru einnig teknir tveir stútar í umdæmi miðborgarlögreglunnar.

Hanar með læti í Kópavogi

Í Garðabæ var tilkynnt um slagsmál við verslun og í Kópavogi mikil læti frá hönum í búri.

Einn slasaðist eftir að hafa fallið af rafmagnshlaupahjóli og var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“