fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

464 síður um hvað kvótakerfið sé frábært

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 5. september 2023 10:00

Sigurjón er miður sáttur við Auðlindina okkar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón Þórðarson, varaþingmaður Flokks fólksins, vandar Svandísi Svavarsdóttur og skýrsluhöfundum hennar í Auðlindinni okkar ekki kveðjurnar í aðsendri grein á Vísi í morgun. Segir hann skýrsluna vera 464 plagg um hvað íslenska kvótakerfið sé frábært.

„All­ir vita að ís­lenska kvóta­kerfið hef­ur um ára­bil mis­boðið rétt­lætis­kennd þjóðar­inn­ar. Kvóta­kerfið hef­ur skilað helm­ingi minni afla á land en fyr­ir daga þess og kvótaþegar hafa kom­ist upp með að selja helstu út­flutn­ingsaf­urð þjóðar­inn­ar í gegn­um skúffu­fyr­ir­tæki í skatta­skjól­um,“ segir hinn skagfirski varaþingmaður í greininni.

Forstjórar stórútgerðarinnar í starfshópnum

Svandís hafi skipað einn fjölmennasta starfshóp Íslandssögunnar til að koma á sátt um stjórn fiskveiða. En strax hafi það alið á tortryggni í garð hópsins að í honum sátu meðal annars fyrrverandi forstjórar stórútgerðanna eða ráðgjafar sem hafi skrifað ótal skýrslur og álit í þágu stórútgerðarinnar.

„Í stuttu máli var niðurstaða 464 blaðsíðna skýrsl­unn­ar sú að ís­lenska kvóta­kerfið væri frá­bært og gild­ir þá einu að það hafi stórskaðað sjáv­ar­byggðirn­ar,“ segir Sigurjón og bætir við að fyrir liggi að álit Mann­rétt­inda­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna um að kvóta­kerfið í nú­ver­andi mynd brjóti í bága við at­vinnu­frelsi og al­menna jafn­ræðis­reglu stjórn­ar­skrár­inn­ar.

„Helstu til­lög­ur nefnd­ar­inn­ar eru að breyta sem minnstu nema þá þeim 5,3% veiðiheim­ilda sem ætlað er að styðja við brot­hætt­ar sjáv­ar­byggðir. Í skýrsl­unni er talað um þetta sem fé­lags­leg­an stuðning eins og um ölm­usu sé að ræða,“ segir hann.

Erlendir auðmenn fá byggðakvóta

Sigurjón nefnir að Byggðastofnun hafi úthlutað aflamarki til byggðarlaga sem hafa enga fiskvinnslu og til fyrirtækja í eigu erlendra auðmanna. Engu að síður séu úthlutnaraðferðirnar mærðar í skýrslunni.

Þá sé enginn vilji til að auka við strandveiðarnar né taka á verðmyndun á fiski og vigta með samræmdum hætti. Með þessu sé verið að ganga gegn þjóðarvilja og hygla stórútgerðinni.

„Vinnu­brögð mat­vælaráðuneyt­is­ins voru slík að þrenn sam­tök sem voru í sam­ráðsnefnd starfs­hóp­anna hafa hafnað því al­farið að vera bendluð við skýrsl­una,“ segir Sigurjón. „Það er dap­urt að sjá en um leið kem­ur ekki á óvart hvernig skýrsl­an af­hjúp­ar frekju­gang sæ­greif­anna og hús­karla þeirra í stjórn­kerf­inu. Það sjá all­ir sem sjá vilja að þeir sem allt hafa fá aldrei nóg. Þeir kunna sér ekki maga­mál.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns