fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Má veiða hval á gamla mátann í sautján daga

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 1. september 2023 13:30

Björn Leví segir Svandísi hafa lúffað í hvalveiðimálinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, hefur heimild til að að veiða langreyði með sömu aðferðum og fyrir hvalveiðistöðvunina í sumar fram til 18. september næstkomandi. Hert ákvæði nýrrar reglugerðar Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, tekur ekki gildi fyrr en þá.

Það er þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson, sem vekur athygli á þessu. Samkvæmt nýbirtri reglugerð taka ákveðin ákvæði 8. og 9. grein reglugerðarinnar ekki gildi fyrr en 18. september.

Þetta eru ákvæði um að hvalveiðimenn skuli hafa lokið námskeiði um líffræði og vistfræði hvala, að haldin sé gæðahandbók, skýrslu skilað til eftirlitsaðila og að verklag við veiðar skuli vera með þeim hætti að tryggja að það valdi hvölum sem minnstum sársauka og taki sem skemmstan tíma.

„Það hefur ekkert breyst frá því í sumar. Ef það er ekki búið að fara á þessi námskeið og þvíumlíkt þá er ekki verið að fara eftir nýju reglugerðinni. Þá er líka verið að veiða eftir sömu aðferðum og hefði verið veitt í sumar þegar það var bannað,“ segir Björn Leví um stöðuna sem upp er komin.

Eftiráskýringar um að farið sé að lögum

Hann segir að ákvörðun Svandísar um að leyfa veiðarnar aftur hafi komið honum á óvart og telur að hún sé að gefa eftir.

„Ákvörðunin í sumar var alveg rétt þó hún hafi verið tekin á mjög skringilegum tíma,“ segir Björn Leví og vísar til þess að ráðherra hafi komist að þeirri niðurstöðu að lög um dýravelferð hafi verið brotin.

Nú sé farinn í gang einhvers konar túlkunarhringur um að ekki sé lengur verið að brjóta þessi lög. „Það er búið að snúa þessu upp í sirkus fyrir einn mánuð,“ segir hann.

Vakti það einnig athygli hans að hvalveiðar hafi verið ræddar við stjórnarmyndun og að þar hafi verið tekin ákvörðun um að halda þeim áfram. Það þó að ljóst sé núna að veiðarnar brjóti lög um dýravelferð.

„Það er skrýtið að það sé hægt að semja um að brjóta lög,“ segir Björn Leví.

Getur sleppt því að endurnýja leyfið

Aðspurður um pólitíkina að baki hvalveiðimálinu tekur hann undir að hún spili stóra rullu. Svandís hafi enn þá ráðrúm til að beita sér þó hún þurfi að starfa eins og ráðherra gagnvart núverandi hvalveiðileyfi Hvals hf. Þetta leyfi mun hins vegar brátt renna út.

„Hún gæti tekið pólitíska ákvörðun um að endurnýja ekki leyfið,“ segir Björn Leví. „Það þyrfti engan stjórnsýslulegan rökstuðning fyrir því. Hún myndi taka pólitíska ábyrgð á því.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks